Ungt fólk og vinnuvernd

Image
Young people and OSH. Young worker and older working talking

Tölfræðin sýnir að fólk á aldrinum 18 til 24 ára eru líklegri til þess að verða fyrir alvarlegu slysi á vinnustöðum en þeir sem eru eldri. Þeir kunna búa við lélegar vinnuaðstæður sem leiða til vinnusjúkdóma strax á unga aldri eða síðar í lífinu.

Nýr á vinnustaðnum, ungt fólk kann að skorta reynslu og skortir oft bæði líkamlegan og sálfræðilegan þroska. Það kann að taka áhættur, sem það stendur andspænis, ekki nægjanlega alvarlega. Aðrir þættir sem setja ungt fólk í aukna áhættu eru meðal annars:

  • Ófullnægjandi fagþekking og þjálfun
  • Þekkja ekki réttindi sín og skyldur atvinnurekenda
  • Búa ekki yfir sjálfsöryggi til þess að segja hug sinn
  • Atvinnurekendur sem viðurkenna ekki þörf ungs starfsfólks á aukinni vernd

EU-OSHA býr til tölfræðifylgist með áhættum gegn ungu fólki og styður við miðlun góðra starfsvenja til þess að verja það á vinnustöðum.

Réttindi atvinnurekenda og ábyrgð

Það er á ábyrgð atvinnurekenda að vernda öryggi og heilbrigði starfsmanna og ættu þeir að gefa ungum starfsmönnum sérstakan gaum. Þeir þurfa að framkvæma áhættumat áður en ungur einstaklingur hefur vinnu og gera ráðstafanir til þess að vernda þá.

Ungir starfsmenn ættu að fá vinnu við hæfi og fá fullnægjandi þjálfun og leiðsögn. Atvinnurekendur ættu að stuðla að kraftmikilli öryggismenningu og hafa unga starfsmenn með í ráðum varðandi öryggisatriði. Sérstakar reglur gilda um ungt starfsfólk undir 18 ára aldri.

Tilskipun ráðsins 94/33/EB kveður á um lagalegar skyldur atvinnurekenda. Kveðið er á um skyldurnar í reglugerðum hvers aðildarríkis. Innlendar vinnuverndarstofnanir og stéttarfélög eru góð uppspretta upplýsinga.

Lesa staðreyndablaðið fyrir atvinnurekendur.

Réttindi og ábyrgð ungra starfsmanna

Ungt fólk á rétt á því að spyrja spurninga, vekja athygli á vandamálum og neita að framkvæma óörugga vinnu.

Á sama tíma ber því skylda til þess að fylgja vinnuverndarstefnum og huga að eigin öryggi og öryggi samstarfsmanna.

Ef þú ert ungur starfsmaður og ert með vandamál er mikilvægasta atriðið að segja einhverjum frá því. Talaðu við yfirmanninn þinn ef þú getur. Ef þú getur það ekki, talaðu við öryggisfulltrúann, vinnuverndarstarfsfólk, foreldri, fjárhaldsmann eða samstarfsmann sem þú treystir. Innlendar vinnuverndarstofnanir og stéttarfélög eru góð uppspretta upplýsinga.

Lesa staðreyndablaðið fyrir unga starfsmenn.

Hjálp fyrir kennara og foreldra

Kennarar leika mikilvægt hlutverk. Ef þeir geta myndað gott viðhorf í garð og skilning á áhættuforvörnum hjá ungu fólki strax á unga aldri, hjálpa þeir til við að halda þeim öruggum út lífið.

Með því að nota hinn sívinsæla Napó hefur EU-OSHA búið til röð tólakistu fyrir kennara til að fræða um vinnuverndarmál, sem miðar að því að kynna vinnuvernd fyrir grunnskólabörnum með fræðandi en skemmtilegum og hugmyndaríkum hætti með því að nota Napó stikurnar og skapandi starfsemi.

Kennarar sem taka þátt í skipulagningu á starfsþjálfun eða störfum til að fá vinnureynslu ættu að skoða öryggis- og heilbrigðisfyrirkomulag hjá atvinnurekendum þeirra.

Fræðast meira um samþættingu á öryggi og heilbrigði við menntun.

Foreldrar geta stutt við ungt fólk með því að tryggja að þeir skilji réttindi þeirra og skyldur. Foreldrar geta einnig hjálpað með því að tala við þau um vinnu og skóla og öryggi þeirra og heilbrigði.

Lesa staðreyndablaðið fyrir foreldra.