Í samræmi við Evrópska stefnurammann um vinnuvernd 2014-2020, þá er eitt af forgangsverkefnum EU-OSHA að styðja forvarnir gegn vinnutengdum sjúkdómum. Markmiðið er ekki eingöngu að bæta líf starfsfólks, heldur einnig að lágmarka kostnaðinn við vinnutengda sjúkdóma og dauðsföll.
Slysum á vinnustöðum hefur fækkað um 25% á síðustu 10 árum. Hinsvegar eru vinnutengdir sjúkdómar enn taldir vera ástæðan fyrir 2,4 milljónum dauðsfalla á heimsvísu á hverju ári, þar af eru 200.000 í Evrópu.
Vinna EU-OSHA við vinnutengda sjúkdóma hefur það að markmiði að bjóða upp á gagnagrunn fyrir forvarnir, stefnumörkun og aðferðir. Annað mikilvægt markmið er að bjóða upp á betra yfirlit yfir umfang þess atvinnuálags sem sjúkdómurinn hefur.
Vinnutengdir sjúkdómar ná yfir:
- Stoðkerfisvandamál
- Streitu og geðsjúkdóma
- Vinnutengt krabbamein
- Húðsjúkdóma
- Vinnutengda sjúkdóma vegna líffræðilegra efna
Núverandi verkefni
EU-OSHA setti af stað yfirlitsverkefni árið 2015 sem nær yfir þrjú svið rannsókna, stefnumörkun og framkvæmdar sem varða vinnutengda sjúkdóma:
Skilgreiningar og reglugerðir
„vinnutengdur sjúkdómur“ er hver sá sjúkdómur sem orsakast af eða verður verri vegna þátta sem tengjast vinnustað. Þetta nær yfir marga sjúkdóma sem eiga sér flóknari orsakir, og fela í sér sambland af þáttum sem tengjast atvinnu og sem eru ekki vinnutengdir.
„Starfstengdur sjúkdómur“ er hver sá sjúkdómur sem orsakast aðallega vegna efnislegra, skipulags, kemískra eða líffræðilegra áhættuþátta við vinnu eða samsetningu þessara þátta. Starfstengdir sjúkdómar eru að mestu þeir sem eru skráðir í innlendri löggjöf og þar sagðir stafa af útsetningu fyrir áhættuþáttum við vinnu. Viðurkenningin á starfstengdum sjúkdómi getur verið tengd skaðabótum ef ljóst er að það er orsakasamhengi á milli útsetningar við vinnu og sjúkdómsins.
Evrópski listinn yfir starfstengda sjúkdóma býður upp á ráðleggingar um hvaða starfstengda sjúkdóma ætti að hafa með á innlendum listum aðildarríkja. Á honum eru einnig ráðleggingar um innleiðingu á reglum um skaðabætur, forvarnir og söfnun á tölfræðigögnum.
Leiðbeiningaskjöl á ESB stiginuog á innlenda stiginu skilgreina greiningar og útsetningar viðmiðin til að bera kennsl á vinnutengdan sjúkdóm sem skráðan starfstengdan sjúkdóm. Viðbótar viðmið gilda um skaðabætur, að mestu tengd við lágmarksstig líkamstjóns eða óvinnufærni. Mörg aðildarríki gefa út upplýsingar um viðurkennda starfstengda sjúkdóma í ársskýrslum, t.d. um stöðuna á vinnuvernd.
Hvað veldur sjúkdómum við vinnu?
Margar gerðir af sjúkdómum, þar með talið krabbamein, öndunarfærasjúkdómar, hjartasjúkdómar, húðsjúkdómar, stoðkerfisvandamál og geðsjúkdómar geta orsakast af eða versnað vegna vinnu. Þó að undirliggjandi orsakir slíkra sjúkdóma geti verið flóknar, þá eru viss váhrif á vinnustöðum þekkt fyrir að stuðla að þróun eða framvindu sjúkdóma, þar með talið:
- hættuleg efni, eins og kemísk og líffræðileg efni, þar með talið krabbameinsvaldandi efni
- geislun, þar með talið jónageislun og úfjólublá geislun frá sólinni
- eðlisfræðilegir þættir, þar með talið titringur, hávaði, lyftingar með höndum og kyrrsetuvinna
- vinnuskipulags og sálfræði- og félagslegir þættir, svo sem vaktavinna og streita.
Það er mikilvægt að fylgjast vandlega með hættunum sem tengjast slíkum váhrifum og samspili þeirra, og með breytilegu vinnumynstri.
Að auka vitund og efla forvarnir
Góðir starfshættir á fyrirtækjastigi fela í sér að efla vinnumenningu sem leggur áherslu á vellíðan á vinnustaðnum og að draga úr hættu. Það er líka nauðsynlegt að fyrirtæki meti og stýri áhættu og virði stigveldi forvarnarstarfs.
Aðrar góðar leiðir til að draga úr tilfellum vinnutengdra sjúkdóma er að nota framvirka vöktun til að koma í veg fyrir vanheilsu og með því að hlúa að heilbrigðari vinnustað með heilsueflingu á vinnustað .