Eitt af stærstu heilsufarsvandamálunum sem vinnustaðir í Evrópu glíma við og raunar vinnustaðir í heiminum, er vinnutengt krabbamein. Þetta er talin vera ástæðan fyrir 53% allra vinnutengdra dauðsfalla í ESB og öðrum þróuðum ríkjum á árinu 2015. Samkvæmt Vegvísinum um krabbameinsvalda frá árinu 2016 koma fram um 120.000 tilfelli af vinnutengdu krabbameini á hverju ári vegna útsetningar fyrir krabbameinsvöldum á vinnustöðum í ESB, sem leiða til um það bil 80.000 dauðsfalla árlega.
Hinsvegar hefur geislun, streita og aðrir þættir sem tengjast vinnuskipulagningu og aðstæðum einnig verið tengdir við vinnutengt krabbamein. Ennfremur gefa vísbendingar, sem eru að koma fram, til kynna að útsetning við vinnu fyrir efnum sem trufla hormónastarfsemi (t.d. sum meindýraeitur) eða nanóefnum geti valdið krabbameini.
Þessi ógnvekjandi tölfræði hefur leitt til aðgerða. Árið 2017 skuldbatt framkvæmdastjórn ESB sig til að vernda starfsmenn gegn vinnutengdu krabbameini með framtaksverkefni um vinnuvernd. Þessu hefur verið náð fram að hluta með endurbótum á tilskipun um krabbameinsvalda og stökkbreytivalda til að setja mörk á útsetningu fyrir algengum krabbameinsvaldandi efnum á evrópskum vinnustöðum.
Sjá verkefnið okkar: Könnun á útsetningu starfsmanna fyrir áhættuþáttum krabbameins í Evrópu