Það sem við gerum

Image

Við vinnum að því að gera evrópska vinnustaði öruggari, heilbrigðari og afkastameiri — til hagsbóta fyrir fyrirtæki, launþega og stjórnvöld. Við stöndum fyrir eflingu á áhættuforvörnum í því skyni að bæta vinnuaðstæður í Evrópu.

Kynntu þér EU-OSHA: skoðaðu fyrirtækjamyndbandið okkar!

Helsta starfsemi okkar

  • Herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur — tveggja ára herferðirnar okkar til þess að auka vitund um vinnuverndarmál í Evrópu
  • Verkefnið um gagnvirka áhættumatstólið á Netinu (OiRA) — við bjóðum upp á áhættumatstól á Netinu fyrir smá- og meðalstór fyrirtæki til þess að leggja mat á og stjórna áhættum á vinnustöðum.
  • ESENER könnunin — þessi víðtæka könnun veitir yfirsýn yfir stjórnun öryggis- og heilbrigðisáhættna á evrópskum vinnustöðum
  • OSHwiki  — alfræðiorðabók á Netinu með réttum og áreiðanlegum upplýsingum um vinnuverndarmál
  • Framsýnisverkefni — við undirstrikum og rannsökum nýjar og aðsteðjandi vinnuverndaráhættur í gegnum sérstök framsýnisverkefni
  • Vinnuverndaryfirlit — við veitum yfirlit yfir sérstök vinnuverndarefni og bendum á forgangsmál
  • NAPÓ kvikmyndir  — röð stuttra, skemmtilegra, tallausra kvikmynda um mikilvæg atriði á sviði vinnuverndar

Hvernig berum við okkur að

  • Herferðir — til þess að auka vitund og veita upplýsingar um mikilvægi vinnuverndar fyrir launþega, einstök fyrirtæki og stefnumarkmið í Evrópu
  • Áhættuforvarnir — með því að hanna og auðvelda þróun á handhægum tólum fyrir ör- og smá- og meðalstór fyrirtæki til þess að hjálpa þeim við að leggja mat á áhættur á vinnustöðum og miðla þekkingu og góðum starfsháttum á sviði öryggis og heilbrigðis
  • Samstarf — við stjórnvöld, samtök atvinnurekenda og starfsmanna, stofnanir ESB og samstarfsnet ásamt einkafyrirtækjum. Samstarfsnet landsskrifstofa okkar er lykillinn að árangri vinnu okkar
  • Rannsóknir — til þess að auðkenna og leggja mat á nýjar og aðsteðjandi áhættur á vinnustöðum og samþætta vinnuvernd við svið eins og menntun, lýðheilsu og rannsóknir