Vegvísir um krabbameinsvaldandi efni

Gripið til aðgerða gegn vinnutengdu krabbameini

Talið er að krabbamein sé helsta ástæða vinnutengdra dauðsfalla í ESB. Það er ljóst að hægt er að gera meira til að fækka fjölda vinnutengdra krabbameinstilvika og það er þess vegna sem sex evrópsk samtök undirrituðu 25. maí samning, sem skuldbindur þau til að grípa til valfrjálsra aðgerða til að auka vitund um áhættu þess að verða fyrir útsetningu á krabbameinsvöldum á vinnustöðum og skiptast á góðum starfsvenjum.

Samstarfsaðilarnir voru:

Sáttmálinn var endurnýjaður 28. nóvember 2019 og var undirritaður af finnska félags- og heilbrigðisráðuneytinu  og þýska atvinnu- og félagsmálaráðuneytinu , sem ásamt fjórum evrópskum samstarfsaðilum (Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB-OSHA, ETUC og Business Europe) þökkuðu Austurríki og Hollandi fyrir framlag þeirra.

Á ráðstefnu þýsku formennskunnar „STOPPUM krabbamein á vinnustöðum“ 9. og 10. nóvember 2020, sem haldin var af Atvinnu- og félagsmálaráðuneyti Þýskalands (BMAS) og Vinnuverndarstofnun Þýskalands (BAuA), kynntu samstarfsaðilar vegvísisins nýja stefnu 2020-2024.

Stefna 2020-2024

Fyrir tímabilið 2020-2024 voru eftirfarandi fjögur markmið skilgreind:

  • Skapa vitund meðal fyrirtækja og launþega um áhættu af útsetningu fyrir krabbameinsvöldum og þörfinni á forvörnum um alla Evrópu.
  • Veita fyrirtækjum og launþegum aðstoð við að koma í veg fyrir útsetningu fyrir krabbameinsvöldum á vinnustöðum og lágmarka áhrif þeirra á vinnuafl.
  • Fá hagsmunaaðila til liðs og auka þátttöku viðeigandi aðila til að fá fram margfeldisáhrif um alla Evrópu.
  • Setja markið á nýsköpun til að brúa bilið á milli niðurstaðna rannsókna og þarfa fyrirtækja.

Þátttaka í vegvísinum

Frá 2021 munu samstarfsaðilar í vegvísinum taka á hendur ýmiss konar verkefni til að stuðla að frekari áhrifum, allt til að koma í veg fyrir útsetningu launþega fyrir krabbameinsvöldum. Þessar svokölluðu „áskoranir“ munu allar stuðla að því að við náum þessum fjórum aðalmarkmiðum. Lítil teymi samstarfsaðila í vegvísinum munu fara fyrir og framkvæma þessar áskoranir. En þau þurfa utanaðkomandi hjálp til að ná árangri. Auk samstarfsaðilanna átta, sem nefndir voru að ofan, munu fjölmörg lönd taka þátt. Samtökum frá allri Evrópu er einnig boðið að taka þátt í einni eða fleiri af þessum áskorunum og hjálpa til við að leiða þær til lykta.

Hægt er að senda inn verkefni með því að fara á https://www.roadmaponcarcinogens.eu 

Leiðin áfram

Vinnuverndarstofnun Evrópu hjálpar til við að kynna verkefnið og mun styðja samstarfsaðila í því að skipuleggja viðburði til þess að auka vitund og leggja mat á árangurinn. Fyrirætlunin inniheldur aðgerðaáætlun þar sem fjölmörg formennskulönd í ráði ESB munu koma við sögu. Vinnuverndarstofnun Evrópu mun hjálpa til við að standa fyrir og kynna viðburði og verkefni vegvísisins.

Frekari upplýsingar

Skoða vegvísinn til að fá heildarupplýsingar um ráðgerð verkefni í sameiningu til að draga úr vinnutengdu krabbameini.

OSHwiki  inniheldur greinar um:

Skoða vefsíðuna okkar um launþegakönnun EU-OSHA um krabbameinsáhættu

Fundargerð ráðstefnu þýsku formennskunnar, 9.-10. nóvember 2020 og samantekt á ráðstefnunni

Málsmeðferð ESB ráðstefnunnar sem er haldin af formennsku Finnlands, 27.-28. nóvember 2019

Vegvísisviðburður Vinnuverndarstofnunar Evrópu A+A 18. október 2017 – Samantekt um málstofuna á netinu

Fundargerð Amsterdamráðstefnunnar um vinnutengt krabbamein, 23.-25. maí 2016

Áætlun Evrópu til að sigrast á krabbameini