REACH - reglugerð fyrir skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir á íðefnum (e. Regulation for Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals)

Framleiðendur og birgjar skulu útvega upplýsingar um hættur sem efni skapa og hvernig skuli meðhöndla þau.

REACH krefur einnig fyrirtæki eða einstaklinga, sem nota kemísk efni, annaðhvort sem slíkt eða í efnablöndu, að miðla upplýsingum frá iðnaðar- eða atvinnustarfsemi til framleiðanda efnanna eða birgja til Efnastofnunar Evrópu (ECHA). Þessi fyrirtæki eru nefnd eftirnotendur. Eftirnotendur hafa lykilhlutverki að að gegna við framþróun öruggrar notkunar íðefna með því að innleiða örugga notkun í fyrirtækjum sínum og miðla viðeigandi upplýsingum bæði til birgja sinna og viðskiptavina.

Reglugerðin tengist einnig með beinum hætti Reglugerð um flokkun, merkingu og pökkun efna og efnablandna (CLP) sem kveður á um skaðsemis- og varúðaryfirlýsingar og myndtákn sem eru mikilvæg uppspretta upplýsinga fyrir vinnustaðavernd.

Tenglar á vinnustaðalöggjöf

Samkvæmt vinnustaðalöggjöf er það skylda vinnuveitandans að framkvæma áhættumat og tryggja vernd starfsmanna og að þeir fái upplýsingar, leiðbeiningar og þjálfun um örugga notkun kemískra efna á vinnustöðum, sem byggir á upplýsingum af merkimiðum og öryggisblöðum. Atvinnurekandinn hefur einnig rétt til þess að krefjast frekari upplýsinga frá birgjanum.

REACH safnar stöðugt upplýsingum um heilbrigðis- og öryggishættur frá notkun kemískra efna. Skráningaraðilinn (framleiðandinn eða innflytjandinn), sem þarf að veita Efnastofnun Evrópu þessar upplýsingar, þarf einnig að miðla þessum upplýsingum til eftirnotanda með því að sjá fyrir viðameira öryggisblaði með svipmyndum af váhrifum þeirra þar sem notkunarskilyrði og hættustjórnunarráðstafanir fyrir örugga notkun koma fram svo auðvelda megi þjálfun starfsmanna og hættustjórnunarferlið. Á sama tíma hefur skráningaraðilinn rétt til þess að fá upplýsingar frá eftirnotendum um hversu viðeigandi hættustjórnunarráðstafanirnar eru, sem lagðar eru til, sérstaklega ef þær eru óviðeigandi.

Skráning

REACH krefst skráningar á öllum kemískum efnum sem eru framleidd eða flutt inn í Evrópusambandið í magninu 1 tonn eða meira á ári.

Lykilatriði
Flest fyrirtæki nota íðefni, stundum jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því, þess vegna þarft þú að kanna skyldur þínar ef þú meðhöndlar einhver íðefni, t.d. málningu, lím eða hreinlætisvörur, í iðn- eða atvinnustarfsemi þinni. Þú gætir borið nokkra ábyrgð samkvæmt REACH. Ef fyrirtækið þitt notar íðefni á vinnustaðnum, kannaðu hjá atvinnurekenda þínum hvort:

  • Kemísku efnin sem þú notar hafi verið skráð eða hvort eigi að skrá þau. Þessar upplýsingar má finna á vefsíðu ECHA.
  • Fjallað er um notkun þína með uppfærðum öryggisupplýsingablöðum.
  • Áhættustjórnunarráðstafanir, eins og þeim er lýst í öryggisupplýsingablöðunum og útsetningarsviðsmyndunum, hafa verið hafðar til hliðsjónar við áhættumatið til þess að tryggja örugga notkun íðefnisins.
  • Starfsmenn eða fulltrúar þeirra hafa verið hafðir með í ráðum og upplýstir um áhættumatið fyrir vinnustaðinn.

Heimild: ECHA, ETUI

Framleiðendur og innflytjendur senda upplýsingar til ECHA um skaðsemiseiginleika efnisins, um flokkun og merkingar, og mat á hugsanlegum hættum sem stafa af því. Þeir þurfa að vinna saman með öðrum fyrirtækjum sem skrá sama efni. Bæta þarf við gögnum sem vantar og uppfæra öryggisblöð.

Síða ECHA um „Upplýsingar um íðefni“ veitir aðgang að miðlægum gagnagrunnum sem opinn er almenningi og yfirvöldum (ECHA, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjunum og yfirvöldum sem sjá um að framfylgja reglunum).

Skilafrestur skráninga

REACH tók gildi 1. júní 2007 til þess að straumlínulaga og bæta fyrri lagaramma Evrópusambandsins (ESB) um íðefni.

Þar voru settir fram þrír skráningarfasar, sem enduðu 30. nóvember 2010, 30. maí 2013 og 30. maí 2018.

Frekari upplýsingar um sameiginlegar herferðir með evrópskum verkalýðsfélögum og ECHA um skyldur atvinnurekenda samkvæmt REACH: 2010; 2012; 2013; 2015.

Mat

ECBA og aðildarríkin leggja mat á innsendar upplýsingar frá fyrirtækjum til þess að kanna gæði skráningargagnanna og tillögur um prófanir og til þess að skýra hvort tiltekin efni stofni heilsu manna eða umhverfinu í hættu. Fyrir tiltekinn fjölda efna, framkvæmir til þess tilnefnt aðildarríki ítarlegra mat. Íðefni, sem þegar eru reglufest í annarri löggjöf, svo sem lyf eða geislavirk efni, eru undanþegin kröfum REACH að hluta eða í heild.

Frekari upplýsingar um mat á kemískum efnum (ECHA)

Leyfisveiting og takmarkanir

Samkvæmt REACH má banna skaðleg efni ef ekki er hægt að hafa stjórn á hættunni af þeim. Einnig má ákveða að takmarka notkun eða láta hana gangast undir fyrri leyfisveitingu.

Aðildarríki eða ECHA (að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins) geta lagt til takmarkanir. Tvær vísindanefndir leggja fram mat og ECHA áframsendir álit þeirra til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem svo gerir tillögu að nýjum takmörkunum eða endurskoðun á fyrri takmörkunum til samþykktar.

Aðildarríki eða ECHA (að beiðni framkvæmdastjórnarinnar) geta lagt til að efni sé auðkennt sem sérlega varasamt efni (e. Substance of Very High Concern, SVHC)sem getur orðið háð leyfisveitingu. Ef sérlega varasamt efni er sett á Leyfisveitingarlistann, geta fyrirtæki sent inn umsókn til ECHA og óskað eftir leyfisveitingu til ákveðinna nota en mega ekki nota efnið með öðrum hætti. Krabbameinsvaldandi efni, efni sem hafa eituráhrif á æxlun og stökkbreytivaldar, svo og öndurnarfæranæmar flokkast sem sérlega hættuleg efni en leggja má önnur efni til að auki.

Til langs tíma litið ætti að skipta flestum skaðlegum efnum út fyrir hættuminni efni. Staðgengd og útrýming er því fyrsta ráðstöfunin, sem beita á, til að vernda starfsmann. Gangið úr skugga um að kanna innlenda löggjöf um sérstakar ráðstafanir, sem grípa skal til, bönn og takmarkanir á notkun.

Stuðningur

REACH hefur einnig búið til ECHA, sem hefur miðlægt samræmingar og framkvæmdarhlutverk í heildarferlinu.

Innlend þjónustuborð styðja við stofnunina og bjóða upp á leiðbeiningar og upplýsingar. Þau tryggja oft samræmingu við innlend yfirvöld á sviði vinnuverndar.