OSHVET verkefnið: Vinnuvernd í starfsmenntun og verknámi

Image by OKNord from Pixabay

OSHVET verkefni EU-OSHA miðar að því að vekja athygli á vinnuvernd (e. Occupational Safety and Health - OSH) á meðal kennara og nemenda í starfsmenntun og verknámi (e. Vocational Education and Training - VET), og gefa hagnýtar upplýsingar og úrræði á svæðisbundnu stigi og á landsvísu innan ESB, EFTA og inngöngulanda.

Að koma skilaboðunum til skila: samevrópskir samstarfsaðilar og sendiherrar þjóða

Verkefnið miðar að því að byggja upp umfangsmikið kerfi, sem hagnast af núverandi kerfum EU-OSHA landsmiðstöðvarog evrópskum stofnunum samstarfsaðila - Evrópusamtök stofnana fyrir verknám (e. European Association of Institutes for Vocational Training -EVBB) og Evrópuvettvangur tæknilegrar menntunar og starfsmenntunar og verknáms (e. European forum of Technical and Vocational Education and Training - EfVET).

I hverju landi fyrir sig eru OSHVET sendiherrar, sem tilnefndir eru af EVBB og EfVET og með stuðningi frá landsmiðstöðvum, ábyrgir fyrir því að samræma og kynna starfsemi verkefna á meðal kerfa sinna og starfsmenntunarmiðstöðva á landsvísu. OSHVET sendiherrar tilkynna einnig um umsvif innleiðingar til EU-OSHA.

Verkefnið var prófað á farsælan hátt í sex löndum - Belgíu, Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Portúgal og á Spáni - áður en því var dreift út enn víðar.

Landsframtak OSHVET

Stuðningur fyrir OSHVET starfsemi er í boði í gegnum hjálpartæki miðstöðvar- FAST EU-OSHA. Eftirfarandi dæmi sýna svið þess frumkvæðis sem stjórnað er af sendiherrum OSHVET og af landsmiðstöðvum, og undirgengst sem hluti af verkefninu:

  • Í Portúgal stuðlaði viðburður og myndbandskeppni að hreyfingu og teygjum sem leið til þess að koma í veg fyrir stoðkerfissjúkdóma.
  • Í Hollandi voru „örugg vinna með heilbrigðri skynsemi“ fyrirlestrar fluttir af sérfræðingum til samstarfsmanna verknáms um allt land.
  • Í Belgíu voru tól svo sem OiRA og Napo fyrir kennara kynnt í gegnum verknámskerfi, og búið er að koma á fót áætlunum fyrir verkefni til þess að vekja athygli á vegvísi um krabbameinsvaldandi efni.