„Flash Eurobarometer – Vinnuverndarpúls-könnunin“, á vegum EU-OSHA, leggur til mikilvæga greiningu á margvíslegum áhrifum sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á heilsu og vellíðan starfsmanna sem og tengdar vinnustaðaráðstafanir, ásamt aukinni notkun stafræna tækni á vinnustað.
Vorið 2022 var rætt í síma við dæmigert úrtak yfir 27.000 starfandi starfsmanna í öllum aðildarríkjum ESB, auk Íslands og Noregs.
Könnunin beinist að því andlega og líkamlega heilsuálagi sem starfsmenn glíma við og vinnuverndarráðstafanir sem gerðar eru á vinnustöðum. Nánar tiltekið náði könnunin yfir eftirfarandi svið:
- Sálfélagslegir áhættuþættir, streita og geðheilsa
- Niðurstöður á sviði heilsu
- Vinnuverndaraðgerðir með áherslu á geðheilbrigði
- Skoðanir og reynsla af vinnuvernd á vinnustað
- Stafræn væðing og notkun stafrænnar tækni
Niðurstöðurnar eru settar fram í yfirlitsskýrslu og samantekt, en upplýsingaskjöl frá 29 löndum gefa innsýn í innlendar niðurstöður og upplýsingamynd veitir yfirlit yfir helstu niðurstöður.
Niðurstöður könnunarinnar styðja starfsemi EU-OSHA varðandi stafrænnar væðingu vinnunnar, sálfélagslegar áhættur og streitu í vinnunni, og bætt samræmi við reglur um vinnuverndarstarf. Ítarleg greining á tilteknum viðfangsefnum mun skila fleiri áhugaverðum niðurstöðum.