Önnur vinnuverndartól

Image

Þróun upplýsinga- og fjarskiptatækninnar hefur leitt til aukinnar þróunar gagnvirkra rafrænna tóla og vinnuverndargeirinn hefur ekki farið varhluta af því. Margir vinnuverndaraðilar hafa sýnt þessari nýju tækni áhuga og þeim möguleikum sem hún hefur upp á að bjóða og á síðustu árum hafa mörg ný vinnuverndartól verið þróuð. Þörfin á einfaldri og þægilegri leið til að uppfylla löggjöf og stuðla að öryggi og heilbrigði á vinnustað hefur verið mikill hvati í þróun þeirra, sérstaklega hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Hvað eru rafræn tól?

Rafrænt tól er hugbúnaður sem getur keyrt á internetinu, í tölvu eða síma, spjaldtölvu eða öðru rafrænu tæki. Rafræn tól eru að sjálfsögðu frábrugðin hefðbundnum gögnum og ritum sem gefin eru út á pappír.

Rafræn tól eru gagnvirk. Þau þarfnast inntaks af hálfu notanda, hvort sem er í formi þekkingar (s.s. með því að merkja við gátreiti eða færa inn upplýsingar) eða með mælingu á umhverfinu (s.s. mæling snjallsíma á hljóði eða ljósi). Tólið notar þessar upplýsingar til að skapa upplýsingar fyrir notandann (s.s. með því að leiða notandann í gegnum ákvörðunarferli). Að þessu leiti eru rafræn tól ólík föstum eða óbreytanlegum gögnum á borð við upplýsingablöð, gátlista eða rafræna leiðsögn.

Rafræn tól tengd vinnuvernd hjálpa fyrirtækjum (sérstaklega litlum og meðalstórum fyrirtækjum) að hafa stjórn á starfstengdri hættu og innihalda ýmsar gagnlegar upplýsingar. Rafræn tól nýtast þó við ýmsar aðrar aðstæður, allt frá hinum sérstækustu og afmörkuðustu til almennra nota. Til dæmis:

  • til að hjálpa til við að uppfylla löggjöf um vinnuvernd;
  • til að stuðla að virkum forvörnum (auka meðvitund, koma upplýsingum á framfæri);
  • við þjálfun (t.d. á netinu).

Kostir rafrænna tóla

Fyrir fyrirtæki eða einstaka notendur geta rafræn vinnuverndartól:

  • hjálpað litlum og meðalstórum fyrirtækjum að tryggja vinnuvernd
  • greitt fyrir viðskiptum (auðveldara er að greina og miða gögnum á rafrænu formi en á pappír);
  • hjálpað til við að greina hættur á vinnustað;
  • greitt fyrir áhættumatsferli;
  • sýnt mögulegar lausnir á vandamálum tengdum vinnuvernd;
  • stutt við forvarnarráðstafanir á vinnustað;
  • verið auðveld í notkun, gagnvirk og aðgengileg.

Ólíkt pappírsgögnum er hægt að mæla notkun rafrænna tóla. Þú getur einnig fengið endurgjöf um skilvirkni og gagnsemi rafrænna tóla. Enn fremur má nota úttak rafrænna tóla (t.d. tölfræði) sem mælikvarða í verkefnum og til að fá nafnlaus gögn um hversu vel vinnuverndarreglum er fylgt.

Fyrir milliliði og stefnumarkandi aðila geta rafræn tól gengt hlutverki við að auka vitund (t.d. í kynningarherðum) og gert aðila óháðari föstum staðsetningum (s.s. aðila vinnumarkaðarins og eftirlitsstofnanir).

Loks eru rafræn tól heillandi kostur fyrir yngra fólk (starfmenn og nemendur) og loks getur dreifing á internetinu og samfélagsmiðlum náð til mjög fjölbreytts hóps.

Áskoranir í tengslum við

Hafa þarf ýmislegt í huga við þróun rafrænna tóla:

  • Hvaða tækni er nauðsynleg? Til dæmis þarf að huga að hýsingu og mismunandi tegundum tækja og stýrikerfa.
  • Hvaða kostnaður fylgir þróun og viðhaldi? Þróunarkostnaður rafrænna tóla er yfirleitt lægri en kostnaður upplýsinga á pappírs (enginn kostnaður við prentun, dreifingu eða geymslu. Hins vegar leiðir þróun tólsins í ljós þarfir fyrir viðbætur (svo sem meiri gagnvirkni) og þróun þeirra kostar bæði tíma og peninga. Einnig fylgir kostnaður af viðhaldi og uppfærslu tólsins.
  • Verður tólið á internetinu eða í farsíma? Sum tól geta staðið ein og sér í síma og virkað án nettengingar en önnur eru í formi vefsíðu sem krefst nettengingar. Auðveldara er að meta árangur vefsíðna en farsímaforrita en ekki er víst að notandinn hafi alltaf aðgang að internetinu. Þegar ákveðið er hvor leiðin er farin er gott að miða helst við þarfir notandans.
  • Hver á höfundarréttinn? Óvissa getur oft vaknað á þessu sviði.
  • Hefur verið gengið frá höfundarrétti fyrir alla þætti (s.s. hugbúnað, innihald og myndir)? Höfundarréttur útgefins efnis á pappír er ekki eins og höfundarréttur rafrænna tóla og oft þarf að leita ráðgjafar hjá lögfræðingum til að fá skorið úr vafaatriðum.

Þrátt fyrir að kostnaðarsamt geti verið að halda við og uppfæra rafræn tól má halda kostnaði í lágmarki með öðrum þáttum á borð við miðlun þekkingar og sameiginlegum aðferðum.

EU-OSHA og rafræn tól

EU-OSHA telur rafræn vinnuverndartól gegna mikilvægu hlutverki í að gera vinnustaði öruggari og heilbrigðari. Því leggur það áherslu á að hvetja til þróunar á nýjum rafrænum vinnuverndartólum og að styðja, kynna og dreifa fyrirliggjandi tólum. EH-OSHA leggur áherslu á vinnuverndartól sem ekki eru þróuð í hagnaðarskyni eða sem eru ókeypis fyrir hinn endanlega notanda.

EU-OSHA tekur þátt í þróun vinnuverndartóla með því að:

  • sameina hlutaðeigandi aðila (þróunaraðila, kynningaraðila, sérfræðinga og notendur) í umræðum um áskoranir og þarfir;
  • miðla upplýsingum og þekkingu um hvernig rafræn tól eru þróuð;
  • skiptast á þekkingu um góð vinnubrögð við þróun rafrænna tóla;
  • greina áskoranir við þróun rafrænna tóla;
  • styrkja árlega fundi;
  • dreifa upplýsingum um hvernig tól eru gerð aðgengileg.

EU-OSHA styður fyrirliggjandi tól með því að:

  • kynna rafræn tól í OSHwiki-greinum;
  • hvetja til miðjunar, upptöku og aðlögun stofnana, fyrirtækja og aðildarríkja á fyrirliggjandi tólum;
  • sinna kynningarstarfi á ýmsum vettvangi (tól eru notuð eða kynnt í öðrum verkefnum eða herferðum).

Kynntu þér nánari upplýsingar um viðburði og vinnustofur EU-OSHA um rafræn tól.

Lestu OSHwiki greinar um netverkfæri s.s. SEIRICH: verkfæri fyrir áhættumat á efnum á vinnustaðnum og SUBSPORTS - Stuðningur við útskiptingu gátt.