Tólið er opinber uppspretta upplýsinga um stöðu og þróun vinnuverndarmála í Evrópulöndum.
Vísar
Kynntu þér og berðu saman margvíslegar upplýsingar um einstök lönd og Evrópusambandið.
Almennar upplýsingar: Fáðu upplýsingar um vinnuverndaryfirvöld, hag- og atvinnugreinaupplýsingar og vinnuafl.
Stjórnun vinnuverndarmála: Skoðaðu reglugerðir ESB og innlendar reglugerðir til að öðlast þekkingu á því hvernig löndin standa að vinnuverndaráætlunum sínum og samræðum við aðila vinnumarkaðarins þegar kemur að öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Vinnuaðstæður og forvarnir: Fáðu frekari upplýsingar um áhættur á vinnustöðum, forvarnir í fyrirtækjum, þátttöku starfsmanna og vinnuverndarmenningu og heilsufarsvitund.
Slys, sjúkdómar og velferð: Lærðu um dauðsföll og vinnuslys, vinnutengda sjúkdóma eða meiðsli og skilning launþega á heilbrigði.
Vinnuverndarinnviðir: Fáðu frekari upplýsingar um vinnuverndartölfræði einstakra landa, kannanir og rannsóknargetu og hvernig vinnuverndarlögum er framfylgt í einstökum löndum. Í kaflanum er einnig að finna upplýsingar um alþjóðastofnanir og áætlanir.
Notkun á myndgerðartólinu
Notaðu tólið til að myndgera og bera saman magnbundin gögn. Finndu lýsingar og tengla á frekari upplýsingar með magnbundnum gögnum.
Tólið gerir þér kleift að:
- skoða helstu vísa og upplýsingagröf
- bera saman landsupplýsingar við 1 eða 2 önnur lönd, ESB eða fyrri ár
- búa til og hlaða niður myndefni eða flytja það út sem Excel skrár
- hlaða niður ítarlegum landaskýrslum eða skýrslum um tiltekin efni, t.d. innlendar stefnur
- deila efni með beinum hætti á samfélagsmiðlum
Gagnaheimildir
Þessi gögn eru frá stjórnvöldum, hagskýrslustofnunum og könnunum og rannsóknum í Evrópu:
- Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stjórnarsvið atvinnu-, félagsmála og aðlögunar (DG EMPL)
- Eurostat
- Eurofound - Evrópustofnun um bætt lífskjör og starfsskilyrði (Eurofound)
- Nefnd háttsettra vinnueftirlitsmanna
- EU-OSHA – Vinnuverndarstofnun Evrópu
- DG EMPL - innlendar landsskrifstofur
Um Vinnuverndarbarómetrann
Barómetrinn er samstarfsafurð EU-OSHA, DG EMPL og innlendra landsskrifstofa. Frekari upplýsingar um aðferðafræðina.
Tólið er uppfært reglulega og verið er að skoða frekari þróun þess.