Evróputilskipanir kveða á um lágmarksstaðla á sviði vinnuverndar. Tilskipanir Evrópusambandsins eru innleiddar með innlendri löggjöf aðildarríkjanna.
Aðildarríkin mega samþykkja strangari reglur til þess að vernda launþega sína en löggjöf þeirra þarf að vera í samræmi við lágmarksstaðlana. Af þeim sökum er löggjöf á sviði öryggis- og heilbrigðismála mismunandi í Evrópu.
Listi yfir innlendar framkvæmdarráðstafanir má finna í lok ágrips hverrar tilskipunar. í hluta EU-OSHA um evrópskar tilskipanir. Ef þú til dæmis velur rammatilskipunina um vinnuverndarmál, þá finnur þú neðst á síðunni hlekk á vefsíðu EUR-Lex þar sem talin eru upp lög þjóðríkjanna um framkvæmd á tilskipuninni.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið gera mat á hagnýtri framkvæmd öryggis- og heilbrigðiskerfis ESB (OSH) í aðildarríkjum ESB (2015) sem einnig er tekin saman í styttri útgáfu í samrunaskýrslu.
Frekari upplýsingar um vinnuverndarlöggjöf þjóðríkjanna má einnig finna í greinum OSHwiki um kerfi hvers þjóðríkis.
Frekari upplýsingar um löggjöf þjóðríkjanna má fá með því að hafa samband við viðeigandi landsskrifstofu EU-OSHA í því aðildarríki sem þú hefur áhuga á.