Stoðkerfisvandamál

Image
Musculoskeletal disorders. Woman being treated for musculoskeletal disorders

Stoðkerfisvandamál eru einn algengasti kvillinn á vinnustöðum. Í Evrópu hafa þau áhrif á milljónir launþega og kosta atvinnurekendur milljarða evra. Það hjálpar til við að bæta líf launþega að taka á stoðkerfisvandamálum en einnig er það skynsamlegt fyrir fyrirtæki.

Vinnutengd stoðkerfisvandamál hafa fyrst og fremst áhrif á bak, háls, axlir og efri útlimi en geta einnig haft áhrif á neðri útlimi. Þau ná yfir allar skemmdir eða raskanir á liðum eða öðrum vefjum. Heilsufarsvandamál eru allt frá minni verkjum og sársauka yfir í alvarlegri sjúkdóma sem krefjast tíma frá vinnu eða læknisfræðilegrar meðferðar. Í krónískari tilvikum geta þau einnig leitt til örorku og þarfarinnar á því að hætta vinnu.

Orsakir stoðkerfisvandamála

Flest vinnutengd stoðkerfisvandamál þróast með tímanum. Venjulega er engin ein sérstök ástæða fyrir stoðkerfisvandamálum; ýmiss konar áhættuþættir eru samverkandi, þar á meðal líkamlegir og lífaflfræðilegir þættir, skipulagslegir og sálfélagslegir þættir svo og einstaklingsbundnir þættir.

Líkamlegir og lífaflfræðilegir áhættuþættir eru meðal annars:

  • Meðhöndlun á byrðum, einkum þegar fólk beygir sig eða snýr sér
  • Endurteknar eða kröftugar hreyfingar
  • Skringileg og kyrrstæð líkamsstaða
  • Titringur, léleg lýsing eða kalt vinnuumhverfi
  • Hröð vinna
  • Stöðug seta eða staða í sömu líkamsstöðu

Skipulagslegir og sálfélagslegir áhættuþættir eru meðal annars:

  • Miklar kröfur í vinnunni og lítil sjálfstjórn
  • Skortur á hléum eða tækifærum til að skipta um líkamsstöðu
  • Vinna á miklum hraða, einnig af völdum innleiðingar á nýrri tækni
  • Langar vinnustundir eða vaktavinna
  • Einelti, áreitni og mismunun á vinnustaðnum
  • Lítil ánægja í starfi

Almennt geta allir sálfélagslegir og skipulagslegir þættir (einkum þegar þeir fara saman með líkamlegri áhættu) leitt til streitu, þreytu, kvíða eða annarra viðbragða sem á móti auka áhættuna á stoðkerfisvandamálum.

Einstaklingsbundnir áhættuþættir eru meðal annars:

  • Fyrri sjúkrasaga
  • Líkamleg geta
  • Lífshættir og venjur (t.d. reykingar, skortur á hreyfingu)

Áhættumat

Engin ein lausn er til staðar og stundum kann að vera þörf á sérfræðiráðgjöf fyrir óvenjuleg eða alvarleg vandamál. Hins vegar eru margar lausnir blátt áfram og ódýrar, til dæmis að bjóða upp á kerru til þess að aðstoða við meðhöndlun vara eða breyta staðsetningu hluta á skrifborði.

Til þess að taka á stoðkerfisbandamálum ættu vinnuveitendur að nota blöndu af:

  • Áhættumat: beitir heildrænni nálgun, leggur mat á og tekur á öllum mögulegum orsökum (sjá að ofan) Einnig er mikilvægt að gæta að launþegum sem kunna að vera í aukinni áhættu fyrir stoðkerfisvandamálum. Forgangurinn er að útrýma áhættunni en einnig að laga vinnuna að starfsfólkinu.
  • Þátttaka starfsmanna: hafa starfsmenn og fulltrúa þeirra með í umræðum um möguleg vandamál og lausnir

Frekari upplýsingar um forvarnir gegn vinnutengdum stoðkerfisvandamálum.

Aðgerðaráætlun fyrir forvarnir

Þegar áhættumat hefur verið gert ætti að búa til lista yfir ráðstafanir út frá forgangsstigi og hafa starfsmenn og fulltrúa þeirra með í því að hrinda þeim í framkvæmd. Aðgerðir ættu að beinast að forvörnum en einnig fela í sér ráðstafanir til að draga úr alvarleika líkamstjóns. Það er mikilvægt að tryggja að allir starfsmenn fái viðeigandi upplýsingar, fræðslu og þjálfun um heilbrigðis- og öryggismál á vinnustaðnum og viti hvernig þeir geti forðast sérstakar hættur og áhættur.

Ráðstafanirnar geta náð til eftirfarandi sviða:

  • Hönnun vinnustaðar: aðlögun á skipulagi til þess að bæta líkamsstöðu við vinnu.
  • Búnaður: tryggið að hann sé vinnuvistfræðilega hannaður og henti fyrir verkefnin
  • Verkefni: geri breytingar á vinnuaðferðum eða tólum
  • Stjórnun: skipuleggið vinnuna til þess að forðast endurtekna vinnu eða langvarandi vinnu í lélegri líkamsstöðu. Ráðgerið hvíldarhlé, skiptið um störf eða endurúthlutið vinnu
  • Skipulagsþættir: búið til stefnu um stoðkerfisvandamál til að bæta vinnuskipulag og sálfélagslegt umhverfi vinnustaðarins og stuðla að stoðkerfisheilbrigði

Forvarnir ættu einnig að taka mið af tæknilegum breytingum á búnaði og stafrænum tæknibreytingum á vinnuferlum og breytingum sem því tengjast á vinnuskipulagi.

Einnig þarf að velta fyrir sér heilbrigðiseftirliti, heilsueflingu og endurhæfingu og endurkomu starfsmanna, sem þegar þjást af stoðkerfisvandamálum, í nálgun yfirstjórnenda að stoðkerfisvandamálum.

Rannsóknir á vinnutengdum stoðkerfissjúkdómum

EU-OSHA stóð fyrir vinnuverndaryfirlitsverkefni um vinnutengd stoðkerfisvandamál til margra ára. Markmiðið var að rannsókna vandamál í tengslum við vinnutengd stoðkerfisvandamál, bæta skilning okkar á efninu og auðkenna skilvirkar leiðir til að taka á vinnutengdum stoðkerfisvandamálum. Verkefnið skoðaði einnig stefnur og ráðstafanir á vinnustöðum til að hjálpa til við að koma í veg fyrir vinnutengd stoðkerfisvandamál og stjórna langvinnum stoðkerfisvandamálum, þar á meðal sem styðja launþega í því að snúa aftur til vinnu og endurhæfingu. Vinnuverndaryfirlitsverkefnið tekur á þörf stefnumótenda og rannsakenda og er herferðinni Vinnuvernd er allra hagur 2020-2022 til fyllingar.

Evrópulöggjöf

Evrópskar tilskipanir, vinnuverndarstefnur Evrópusambandsins, reglugerðir aðildarríkja og viðmiðunarreglur um góðar starfsvenjur viðurkenna mikilvægi forvarna gegn stoðkerfisvandamálum.

Vinnutengd stoðkerfisvandamál falla undir rammatilskipun um vinnuvernd en hún miðar að því að vernda launþega gegn vinnutengdum áhættum almennt og kveður á um ábyrgð vinnuveitenda á því að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Fjallað er um sumar áhættur í sérstökum tilskipunum, einkum tilskipuninni um líkamlega meðhöndlun, tilskipuninni um búnað með skjá og tilskipuninni um titring. Tilskipunin um notkun á vinnubúnaði tekur á líkamsstöðum starfsmanna þegar ljóst er að vinnubúnaður krefst þess að starfsmenn taki tillit til meginreglna á sviði vinnuvistfræði til að fylgja lágmarkskröfum á sviði vinnuverndar.

EU-OSHA vaktar tíðni, orsakir og forvarnir gegn stoðkerfisvandamálum. EU-OSHA stuðlar einnig að miðlun á góðum starfsvenjum.