Hlutverk og sýn

Yfirlýsingar um hlutverk og sýn EU-OSHA útskýra hlutverk stofnunarinnar innan umboðs stofnreglugerðarinnar. Yfirlýsingin um hlutverk skilgreinir störf stofnunarinnar. Yfirlýsingin um sýn útskýrir markmið stofnunarinnar.

Þessar yfirlýsingar eru samþykktar af stjórninni sem hluti af fyrirtækjastefnu okkar. Þær sýna hvernig stjórnin vill að stofnunin framfylgi umboði sínu.

Hlutverk okkar

Við þróum, söfnum og veitum áreiðanlegar og viðeigandi upplýsingar, greiningar og tól til þess að auka þekkingu, vitund og miðla vinnuverndarupplýsingum og góðum starfsháttum í þágu þeirra sem hafa með vinnuvernd að gera.

Sýn okkar

Að verða viðurkenndur sem forystuaðili við að efla heilbrigða og örugga vinnustaði í Evrópu á grundvelli þríhliða samvinnu og þróun á fyrirbyggjandi vinnuverndarmenningar, að tryggja hugvitsamlegt, sjálfbært og afkastamikið hagkerfi fyrir alla.

EU-OSHA er upplýsingastofnun Evrópusambandsins á sviði vinnuverndar. Vinna okkar stuðlar að stefnuramma Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um vinnuvernd 2021-2027 og öðrum viðeigandi stefnum og áætlunum ESB.

Frekari upplýsingar er að finna í fyrirtækjastefnu og vinnuáætlunum okkar og í stofnreglugerðinni.