Lagalegur fyrirvari

Fyrirvarar

Vinnuverndarstofnun Evrópu heldur úti þessari vefsíðu til þess að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um starfsemi sína og sem tól til þess að fá aðgang að upplýsingum um vinnuverndarmál. Markmið okkar er að veita þessar upplýsingar með tímanlegum og réttum hætti. Ef við erum látin vita af villum munum við reyna að leiðrétta þær. Stofnunin ber, samt sem áður, enga ábyrgð eða skaðabótaskyldu á efni þessarar síðu.

Þetta efni er:

  • af almennum toga og er ekki til þess að taka á ákveðnum aðstæðum tiltekins einstaklings eða aðila;
  • er ekki endilega ítarlegt og fullkomið, nákvæmt eða dagrétt;
  • stundum tengt öðrum síðum sem stofnunin hefur ekki stjórn og tekur enga ábyrgð á.
  • ekki fagleg eða lögfræðileg ráðgjöf (ef þú þarft ákveðna ráðgjöf ættir þú alltaf að ráðfæra þig við viðeigandi sérfræðing).

Markmið okkar er að lágmarka truflanir af völdum tæknilegra villna. Hins vegar kann að vera að gögn eða upplýsingar á síðunni hafi verið búin til eða sniðin í skrám eða skráarsniðum sem ekki eru villulaus og getum við ekki tryggt að slík vandamál trufli ekki þjónustu okkar eða hafi áhrif á hana með öðrum hætti. Stofnunin tekur enga ábyrgð á slíkum vandamálum við notkun síðunnar eða tengdum utanaðkomandi síðum.

Þessum fyrirvörum er ekki ætlað að takmarka skaðabótaábyrgð stofnunarinnar í bága við kröfur í gildandi innlendum rétti eða útiloka skaðabótaskyldu varðandi málefni sem ekki er hægt að útiloka samkvæmt viðkomandi lögum.

Þýðing á vegum Þýðingarmiðstöðvarinnar (CdT, Lúxemborg) sem byggir á enskum frumtexta.

 

Höfundaréttarlegir skilmálar

© Vinnuverndarstofnun Evrópu

Afritun er heimil, að því gefnu að getið sé heimilda, nema þar annað er tekið fram.
Þar sem þörf er á fyrirliggjandi samþykki fyrir endurgerð eða notkun á texta- eða margmiðlunarupplýsingum (hljóði, mynd, hugbúnaði, o.s.frv.) nemur slíkt leyfi úr gildi almennu heimildina að ofan og skal með skýrum hætti gefa til kynna takmarkanir á notkun.