255. grein stofnsáttmála Evrópubandalaganna, sem framkvæmd er með reglugerð 1049/2001 frá 30. maí 2001, veitir öllum borgurum Evrópusambandsins og öllum einstaklingum eða lögaðilum, sem býr eða er með skráða skrifstofu í aðildarríki, aðgengi að skjölum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar.
Vinnuverndarstofnun Evrópu vinnur að því að bæta gagnsæi í störfum sínum og samþykkti í maí 2004 reglugerðina 1049/2001 um aðgengi almennings að upplýsingum með samþykki stjórnarinnar.
Aðgengi að upplýsingum stjórnast af eftirfarandi reglum og lagaákvæðum:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1049/2001 frá 30. maí 2001 um aðgengi almennings að upplýsingum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar (Stjórnartíðindi Evrópu L 145 frá 31.05.2001)
- Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1654/2003 frá 18. júní 2003 sem kveður á um breytingar á reglugerð (EB) nr. 2062/94 um stofnun Vinnuverndarstofnunar Evrópu (Stjórnartíðindi Evrópu L 245 frá 29.09.2003).
- Ákvörðun stjórnar Vinnuverndarstofnunar Evrópu frá 4. mars 2004 um framkvæmd á reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins, nr.1049/2001 um aðgengi almennings að upplýsingum Evrópuþingsins, ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar (Stjórnartíðindi Evrópu L 210 frá 11.06.2004)
Skráin gefur til kynna hvaða upplýsingar eru þegar aðgengilegar almenningi. Í slíku tilviki er hægt að birta og sækja innihald þeirra beint úr gagnagrunninum.
Til þess að fá upplýsingar, sem ekki eru aðgengilegar í skránni, þarf að fylla inn og senda beiðni.
Einnig er hægt að senda beiðnir með því að senda bréf eða tölvupóst á einhverju af opinberum tungumálum Evrópusambandsins, til:
Vinnuverndarstofnunar Evrópu
skjaladeild
12 Santiago de Compostela 5. hæð (Edificio Miribilla)
Bilbao
E-48003
Spáni
Tölvupóstfang: docrequest [at] osha [dot] europa [dot] eu
Aðgengi að upplýsingum, sem falla undir undantekningar í 4. og 9. grein reglugerðar 1049/2001 kann að vera takmarkað.
Athugið að tilvísanir í skránni eru ekki lagalega bindandi. Aðeins lögfræðilegar gerðir, sem birtar eru í Stjórnartíðindunum, eru bindandi.