Herferðirnar okkar Vinnuvernd er allra hagur eru flaggskip okkar þegar kemur að starfsemi á sviði vitundarvakningar. Þær eru helsta leiðin til þess að koma skilaboðum okkar á framfæri við vinnustaði í Evrópu.
Skilaboð herferðanna Vinnuvernd er allra hagur eru — Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Við hjálpum þér að efla hana með því að bjóða upp á hagnýta leiðarvísa og tól. Hver herferð býr einnig yfir Verðlaununum fyrir góða starfshætti og Kvikmyndaverðlaunum herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur.
Herferðirnar eru nú stærstar sinnar tegundar í heiminum. Hví gengur þú ekki til liðs við okkur og notar netverkfærakistuna okkar fyrir vinnuverndarherferðir til að standa fyrir þinni eigin herferð?
Herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur hafa verið haldnar frá árinu 2000, áður undir heitinu „Evrópuvikur vinnuverndar“.
Frekari upplýsingar um herferðirnar má finna að neðan.
2023 - 2025: Farsæl framtíð í vinnuvernd
Átakið 2023-25 Heilbrigðir vinnustaðir eykur vitund um áhrif nýrrar stafrænnar tækni á vinnu og vinnustaði og tilheyrandi áskoranir og tækifæri á vinnuverndarsviði. Það veitir einnig vettvang til að skiptast á lausnum á góðum starfsvenjum.
Í samræmi við „núllsýn“ nálgun á vinnutengdum dauðsföllum í stefnumörkun ESB um hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum 2021-2027 sem og markmiðum evrópsku stafrænu áætlunarinnar eitast herferðin við að koma vinnuverndarmálum inn í víðtækari stefnuumræðu ESB og tekur einnig tillit til kynjavíddar og þarfa tiltekinna hópa starfsmanna í aukinni áhættu.
Fimm forgangssvið gefa herferðinni uppbyggingu:
- Stafræn vettvangsvinna
- Háþróaðir þjarkar og gervigreind
- Fjarvinna
- Snjöll stafræn kerfi
- Starfsmannastjórnun með gervigreind
Herferðin byggir aðallega á niðurstöðum og úrræðum vinnuverndaryfirlitsins um stafræna væðingu, en felur einnig í sér EU-OSHA rannsóknir á öðrum sviðum, svo sem framsýnisrannsóknum og vinnuverndaryfirliti um stuðningsreglur.
2020 - 2022: Healthy Workplaces Lighten the Load
The Herferðin 2020-22 snýr að forvörnum gegn vinnutengdum stoðkerfisvandamálum.
Stoðkerfissjúkdómar eru enn með algengustu vinnutengdu heilsufarsvandamálum Evrópu.
Áhætta sem tengist líkamsstöðu, endurteknum hreyfingum eða þreytandi eða sársaukafullum stellingum, burði eða færslu á þungum hlutum — er allt mjög algengir áhættuþættir á vinnustað sem geta valdið stoðkerfisvandamálum. Að því gefnu hversu útbreidd vinnutengd stoðkerfisvandamál eru er ljóst að nauðsynlegt er að gera meira til að auka vitund um hvernig má koma í veg fyrir þau.
Herferðin er með heildrænt sjónarhorn á orsakirnar fyrir þessu þráláta vandamáli. Hún miðar að því að miðla hágæða upplýsingum um efnið, stuðla að samþættri nálgun við meðhöndlun vandamálsins, og bjóða upp á gagnleg verkfæri og lausnir sem geta hjálpað á vinnustaðnum.
2018 – 2019: Áhættumat efna á vinnustað
Útsetning fyrir hættulegum efnum er mun algengari á vinnustöðum í Evrópu en flestir ímynda sér og meira þarf að gera til að vernda launþega gegn slíkum hættum. Herferðin Áhættumat efna á vinnustað 2018-19 miðaði að því að auka vitund um hættuleg efni á vinnustöðum og áhættunni af þeim og skapa fyrirbyggjandi menningu með því að miðla efni herferðarinnar, standa fyrir kynningarstarfi og fá fólk til að taka þátt. Hún leiddi af sér þekkingargrunn fyrir skilvirka stjórnun hættuefna, þar á meðal upplýsingar um núverandi laga- og stefnuramma, góða starfshætti, verkfæri og áhöld ásamt hugmyndum að árangursríku kynningarstarfi og vitundarvakningu.
Sérstakir hápunktar herferðarinnar voru tileinkaðir berskjölduðum hópum, staðgönguefnum og krabbameinsvöldum og vinnutengdu krabbameini, en það veldur flestum dauðsföllum af völdum vinnutengdra sjúkdóma í Evrópusambandinu. Sem einn af stofnendum herferðarinnar tekur EU-OSHA áfram virkan þátt í Vegvísinum um krabbameinsvalda en það er evrópsk aðgerðaáætlun um það hvernig megi draga úr slíkri útsetningu.
2016 - 2017: Vinnuvernd alla ævi
Herferðin Vinnuvernd alla ævi kynnti mikilvægi sjálfbærrar vinnu — þ.e. öruggar og heilsusamlegar vinnuaðstæður frá upphafi til enda starfsævi manneskju. Þar sem launþegar Evrópu eru að reskjast og eftirlaunaaldur að hækka, verða öruggar, heilsusamlegar og réttlátar vinnuaðstæður sífellt mikilvægari. Það mun gera fólki kleift að vinna lengur og fara á eftirlaun við góða heilsu.
Herferðin undirstrikaði leiðir til að stjórna vinnuvernd í samhengi við vinnuafl sem eldist og hvatti til upplýsingaskipta og miðlunar á góðum starfsháttum. Lýðfræðileg breyting hefur áhrif á flesta vinnustaði í Evrópu. Engu að síður, geta vinnustaðir lágmarkað neikvæð áhrif og aukið framleiðni, með því að innleiða ráðstafanir til að tryggja að vinnan sé sjálfbær, og gera þannig vinnuna öruggari og heilsusamlegri fyrir alla.
2014 - 2015: Góð vinnuvernd vinnur á streitu
Lélegt sálfélagslegt vinnuumhverfi getur haft töluverð neikvæð áhrif á heilbrigði starfsmanna.
Sálfélagslegar áhættur eiga sér stað á öllum vinnustöðum en með takmörkuðum úrræðum er hægt er að meta þær og stjórna með árangursríkum hætti. Þessi herferð bauð upp á aðstoð og leiðbeiningar fyrir starfsmenn og atvinnurekendur við að stjórna vinnutengdri streitu og sálfélagslegum áhættum og hvatti til notkunar á hagnýtum, notendavænum tólum til þess að auðvelda slíkt.
Frekari upplýsingar um sálfélagslega áhættu og streitu á vinnustöðum
2012 - 2013: Vinnuvernd - allir vinna
Herferð stofnunarinnar 2012-2013 beindi kastljósinu að hættuforvörnum. Á einföldu máli fjalla forvarnir um að hafa stjórn á vinnutengdum hættum með það að lokamarkmiði að draga úr og koma í veg fyrir vinnuslys og vinnutengda sjúkdóma.
Endanleg ábyrgð á stjórn vinnutengdrar hættu er hjá atvinnurekendum og yfirstjórnendum, en viðleitni þeirra er dæmd til að mistakast ef starfsmenn eru ekki hafðir með í ráðum.
Af þessum sökum lagði þessi herferð sérstaka áherslu á mikilvægi forystu yfirstjórnenda og eigenda og að samtvinna virka þátttöku starfsmanna í allri þessari vinnu.
2010 - 2011: Öruggt viðhald
Við hald er mjög algengur starfi: það hefur áhrif á alla vinnustaði, alla iðngeira og það varðar alla á öllum stigum (ekki bara starfsmenn með „viðhald“ í starfslýsingunni).
Herferðin leggur áherslu á mikilvægi öruggs viðhalds sem kjarni góðra starfshátta í vinnuverndarmálum.
Á meðan smáatriðin eru mismunandi á milli iðngeira (eftir gerðum vélbúnaðarins sem er notaður, til dæmis) bendir hún á meginatriðin sem eru sameiginleg almennilegu viðhaldi á fjölbreyttum vinnustöðum í Evrópu.
Markmið herferðanna:
- Auka vitund um mikilvægi viðhalds fyrir öryggi og heilbrigði launþega, áhættu í tengslum við viðhald og mikilvægi þess að það sé framkvæmt með öruggum hætti;
- Auka vitund um lagalega og aðra ábyrgð vinnuveitenda á því að framkvæma öruggt viðhald og viðskiptalegu hliðina á því að gera slíkt;
- Stuðla að einfaldri, skipulagðri nálgun að vinnuverndarstjórnun á sviði viðhalds sem byggir á viðeigandi áhættumati („grunnreglunum fimm“).
Lokamarkmiðið var auðvitað að hjálpa til við að draga úr fjölda þess fólks sem verður fyrir meiðslum eða heilsubresti af völdum ófullnægjandi eða skorts á viðhaldi nú eða í framtíðinni.
Frekari upplýsingar:
2008 - 2009: Áhættumat
Hættumat er hornsteinninn í vinnuverndarstjórnun.
Almennt markmið herferðarinnar var að efla samþætta nálgun stjórnenda við hættumatið og aðstoða þannig fyrirtæki við að framkvæma það með kerfisbundnum hætti og bregðast við niðurstöðum þess.
Hún leitaðist við að efla vitund fólks um áskilnað laga um að atvinnurekendur framkvæmi hættumat en einnig við að einfalda hættumatsferlið; hættumat þarf ekki að vera flókið, skrifræðislegt eða bara á hendi sérfræðinga að framkvæma. Hún talaði fyrir einfaldri, skref fyrir skref aðferð þar sem starfsmenn eru þátttakendur og hafðir með í ráðum.
Gagnvirka áhættumatstólkið okkar á Netinu (OiRA) er afrakstur herferðarinnar og líta má á það sem lausn 21. aldarinnar við að efla vinnuvernd hjá ör- og smáfyrirtækjum. OiRA verkefnið á kost á því að aðstoða þúsundir smárra fyrirtækja alls staðar í Evrópusambandinu við að framkvæma hættumat með einföldum og hagkvæmum hætti.
Frekari upplýsingar:
2007 - 2008: Frumkvæðið heilbrigðir vinnustaðir
Verkefnið heilbrigðir vinnustaðir miðaði að því að veita atvinnurekendum og starfsmönnum smárra og meðalstórra fyrirtækja auðveldan aðgang að upplýsingum um hvernig megi gera vinnustaði þeirra öruggari, heilbrigðari og afkastameiri.
Hún fór fram í 12 aðildarríkjum Evrópusambandsins: Kýpur, Tékklandi, Eistlandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Möltu, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Búlgaríu og Rúmeníu svo og í Tyrklandi og Króatíu.
Herferðinni var beint að smáum og meðalstórum fyrirtækjum með skilaboðunum: „Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað.
2007: Léttum byrðarnar (stoðkerfissjúkdómar)
Stoðkerfissjúkdómar hafa áhrif á vöðva, liðamót, sinar, liðbönd og taugar líkamans og eru stærsta ástæða fjarvista frá vinnu í nánast öllum aðildarríkjum Evrusambandsins.
Herferðin leitaðist við að efla samþætta nálgun stjórnenda við vandamálið og lagði áherslu á hugmyndafræðina um að atvinnurekendur, starfsmenn og stjórnvöld ættu að starfa saman að því að finna lausn á stoðkerfisvandamálum.
Hún lagði áherslu á hugtakið að „stjórna byrðunum“: þar sem, til dæmis, ekki einungis er tekið mið af byrðunum sem bornar eru heldur allri áreynslu sem umhverfisþættir leggja á líkamann og þeim hraða sem vinnan er framkvæmd.
Hún leggur einnig áherslu á mikilvægi þess að hafa stjórn á því að starfsmenn sem þjást af eða hafa þjáðst af stoðkerfisvandamálum haldist í starfi, fái endurhæfingu og snúi aftur til starfa.
2006: Öruggt upphaf - ungir starfsmenn
Herferðin var tileinkuð því að tryggja að ungt fólk fái örugga og heilbrigða byrjun á starfsævinni.
Ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt í vinnuumhverfinu þar sem það fær oft á tíðum ófullnægjandi upplýsingar um vinnuverndarmál.
Mörg af slysunum og heilsufarsvandamálunum sem hrjá ungt fólk má koma í veg fyrir, ungt fólk er móttækilegt fyrir upplýsingum um vinnuverndarmál og mun bregðast við og verja sig ef það veit af hugsanlegum hættum.
Herferðin fól meðal annars í sér að efla áhættuvitund ungs fólks og atvinnurekenda á vinnustöðum og einnig í skólum og háskólum: í þeirri viðleitni að ná til ungs fólks til þess að innræta þeim áhættuforvarnir á unga aldri.
2005: Hættu þessum hávaða!
Það eru ekki bara starfsmenn í greinum eins og byggingariðnaði eða framleiðslu sem eru í áhættu. Hávaði getur verið vandamál í margs konar vinnuumhverfi, allt frá verksmiðjum til býla, símamiðstöðva til tónlistarhúsa.
Herferðin einblíndi á að hafa stjórn á hávaða á vinnustöðum með slagorðinu „hávaði á vinnustöðum - hann getur kostað þig meira en bara heyrnina“.
2004: Byggðu í öryggi
Byggingariðnaðurinn er einn af stærstu iðngreinum Evrópu.
Því miður býr hann einnig við eina verstu stöðu vinnuverndarmála, vandamál sem kostar fyrirtæki og skattgreiðendur milljarða evra á hverju ári fyrir utan þær hryllilegu mannlegu þjáningar sem hann veldur.
Herferðin var hönnuð til þess að aðstoða alla hagsmunaaðila í iðnaðinum við að byggja öruggara, heilbrigðara, og afkastameira vinnuumhverfi.
Frekari upplýsingar: OSHwiki
2003: Hættuleg efni - meðhöndlið með varúð
Um Evrópu verða milljónir starfsmanna fyrir hættulegum áhrifum efna á vinnustöðum og misbrestur á því að stýra tengdum hættum getur skaðað heilbrigði fólks með margskonar hætti.
Evrópulöggjöf kveður á um skyldur atvinnurekenda til þess að hafa stjórn á slíkum hættum og mjög mikið er til af leiðbeiningum fyrir atvinnurekendur og starfsmenn en það þarf að framfylgja því ef vernda á heilbrigði starfsmanna.
Lykilmarkmið herferðarinnar var að auka vitund um hætturnar og að hvetja til aðgerða til þess að draga úr heilbrigðishættum við notkun hættulegra efna.
2002: Unnið á streitu
Streita ber ábyrgð á milljónum töpuðum vinnudögum á hverju ári.
Of mörg fórnarlömb bera þjáningar sínar í einrúmi og of mörg fyrirtæki átta sig ekki á því í hvaða umfangi streita hefur slæm áhrif á frammistöðu fyrirtækisins.
Herferðin einblíndi á forvarnir og stjórnun streitu á vinnustöðum.
Frekari upplýsingar um sálfélagslega áhættu og streitu á vinnustöðum
2001: Árangur er ekki af slysni
Á hverju ári deyja þúsundir einstaklinga í vinnuslysum í Evrópusambandinu og milljónir slysa leiða til fjarvista frá vinnu í meira en þrjá daga.
Vandamálið er sérstaklega alvarlegt í smáum og meðalstórum fyrirtækjum.
Herferðin einblíndi á forvarnir gegn vinnutengdum slysum.
2000: Snúðu bakinu við stoðkerfisvandamálum
Stoðkerfisvandamál er einn algengusti vinnutengdi kvillinn sem hrjáir milljónir evrópskra starfsmanna í öllum atvinnugeirum og kostar atvinnurekendur milljarða evra.
Hins vegar má koma í veg fyrir stóran hluta vandamálsins með því að fylgja þeim heilbrigðis-, öryggisreglum og leiðbeiningum um góða starfshætti sem þegar eru til staðar.
Fyrsta herferð EU-OSHA einblíndi á skilvirka stjórnun stoðkerfisvandamála.