Heilbrigði og öryggi launþega í grænum störfum

Image
Green Jobs. Two workers wearing personal protection equipment

Evrópusambandið vinnur að því hörðum höndum að ná jafnvægi á milli hagvaxtar og nauðsynjar þess að vernda umhverfið og hefur sjálft sett sér metnaðarfull markmið um að draga úr gróðurhúsalofttegundum, auka orkuskilvirkni og efla endurnýjanlega orkugjafa ásamt því að draga úr úrgangi.

Þetta hefur leitt til vaxtar í fjölbreyttum grænum störfum - störfum sem leggja sitt af mörkunum við að vernda umhverfið eða færa það aftur í fyrra horf.  Ef þau eiga sannanlega að vera sjálfbær þarf að ganga úr skugga um að þessi störf bjóði upp á öruggar, heilbrigðar og ásættanlegar vinnuaðstæður. Græn störf þurfa að vera góð fyrir starfsmenn jafnt og umhverfið.

Hvað eru græn störf?

Græn störf ná yfir fjölbreytta flóru starfa í mismunandi geirum og hafa með fjölbreytt vinnuafl að gera. Margar skilgreiningar eru á hugtakinu, eins og sú hjá umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins  eða Eurostat. En græn störf má skila sem störf sem leggja sitt af mörkunum, með einhverjum hætti, við að vernda eða endurheimta umhverfið. Þau geta verið störf sem hjálpa til við að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika eða draga úr orkuneyslu og -hráefna, eða sem draga úr úrgangi og mengun. Tilgangur okkar hjá EU-OSHA er að auka vitund um nauðsyn góðrar vinnuverndar í þessum störfum. Græn störf þurfa að bjóða upp á öruggar, heilbrigðar og mannsæmandi vinnuaðstæður til þess að leggja með réttum hætti sitt af mörkunum til hugvitsamlegs, sjálfbærs hagvaxtar fyrir alla og ná markmiðum Áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2020.

Hvernig er vöxtur hins „græna hagkerfis“?

Áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2020 leggur áherslu á að vöxtur sé sjálfbær og að byggja upp hagkerfi sem notar lítið af kolefni og nýtir auðlindir með skilvirkum hætti. Til þess að aðstoða við að þetta verði að veruleika hefur Evrópusambandið sjálft sett sér markmið við að draga úr gróðurhúsagastegundum, auka hlutfall endurnýjanlega orkugjafa þegar kemur að því að uppfylla orkuþarfir Evrópu og auka orkuskilvirkni. Að ná þessum markmiðum mun leiða til örs vaxtar í „græna hagkerfinu“ - tildæmis er búist við því að markmiðið um að auka endurnýjanlega orku og orkuskilvirkni um 20% samanborið við árið 1990 leiði til 1 milljón nýrra starfa í Evrópusambandinu. Sólarorka, vindorka, lífmassatækni og endurvinnsla á úrgangi eru þau svið innan græna hagkerfisins þar sem vöxturinn er hvað mestur.

Hví er mikilvægt að hafa vinnuvernd í huga í grænum störfum?

Við höfum tilhneigingu til þess að tengja orðið „grænn“ við orðið öryggi - en það sem er gott fyrir umhverfið er ekki endilega gott fyrir heilbrigði og öryggi starfsmanna sem vinna við græn störf. Í sumum tilvikum höfum við þegar séð nýja löggjöf og tækni, sem ætlað er að vernda umhverfið, setja starfsmenn í aukna hættu. Til dæmis, með því að draga úr magni úrgangs í landfyllingum hefur það leitt til aukinnar tíðni slysa og sjúkdóma meðal starfsmanna sem sjá um úrvinnslu á honum.

Ný tækni eða vinnuferlar, sem tengjast grænum störfum, geta leitt til nýrra hættna, sem kallar á nýja samsetningu á færni til þess að takast á við þá: hina „gömlu“ vinnuverndarþekkingu er einfaldlega ekki hægt að flytja yfir á hana.  Uppsetning vatnshitara, sem gengur fyrir sólarorku, felst til að mynda í þekkingu þaklagningarmanns, pípara og rafvirkja.

Hraðinn, sem búist er við vexti græna hagkerfisins, gæti leitt til gloppna í þekkingu, þar sem reynslulausir starfsmenn starfa við hluti sem þeir hafa ekki hlotið þjálfun fyrir og þannig gæti heilbrigði þeirra og öryggi verið stefnt í voða. Einnig kann að verða meiri klofningur vinnuaflsins hvað færni varðar ef ómenntuðum starfsmönnum er ýtt út í að samþykkja lélegri vinnuaðstæður. Síðast en ekki síst gæti efnahagslegur og pólitískur þrýstingur leitt til þess að litið sé framhjá vinnuverndarmálum.

Ef græn störf eiga raunverulega að vera sjálfbær þarf að tryggja að þau séu bæði til hagsbóta fyrir öryggi og heilbrigði starfsmanna og umhverfið. Í græna hagkerfinu, eins og annars staðar, leikur vinnuvernd mjög mikilvægt hlutverk í vaxandi samkeppni og framleiðslu. Á þessu sviði, þar sem þróunin er mjög hröð, þarf að tryggja að það sem er gott fyrir umhverfið sé einnig gott fyrir starfsmennina.

Hvað gerir EU-OSHA til þess að koma í veg fyrir nýjar og aðsteðjandi vinnuverndarhættur í grænum störfum?

Með hliðsjón af því hversu hratt er búist við því að græna hagkerfið vaxi er mikilvægt að við sjáum fyrir nýjar eða aðsteðjandi vinnuverndarhættur, sem tengjast grænum störfum, áður en þær birtast. Það er af þeim sökum, sem EU-OSHA hefur staðið fyrir gerð á nákvæmri framsýnisrannsókn, sem rannsakar hvernig líkleg er að græn störf muni þróast fram til ársins 2020 og hvaða áskoranir það muni hafa í för með sér fyrir vinnuverndarmál framtíðarinnar. Rannsóknin hefur auðkennt fjölda hugsanlegra sviðsmynda með hliðsjón af þróun grænnar tækni við mismunandi efnahagslegar og félagslegar aðstæður. Markmiðið er að beina athyglinni að hugsanlegum vinnuverndarhættum á þessu sviðið og veita stjórnvöldum í Evrópusambandinu, fyrst og fremst, tól til þess að aðstoða þau við að móta vinnustaði morgundagsins og sjá til þess að vinnuafl Evrópu sé öruggt og heilbrigt.

Fræðast meira um:

Framsýnisskýrsluna um vinnuverndarmál í grænum störfum

Niðurstaða skýrslunnar og sviðsmyndirnar

Teiknimyndirnar um nýjar og aðsteðjandi vinnuverndarhættur í sviðsmyndunum

Hagnýtar upplýsingar um áhættuforvarnir í grænum störfum

EU-OSHA hefur einnig rannsakað ítarlega vinnuverndarmál, sem tengjast þeim grænu tæknisviðum, sem nefnd eru í framsýnisrannsókninni, svo sem notkun á sólarorku í smáum stíl, grænum byggingum eða vindorku.

Fræðast meira um:

Einnig er að finna gátlista til þess að auðkenna hugsanlegar hættur gegn öryggi og heilbrigði starfsmanna sem tengjast þessari grænu tækni og dæmi um fyrirbyggjandi ráðstafanir. Gátlistana má einnig nota til stuðnings við hættumatsferlið á vinnustöðunum: