Stjórnun er ferlið við að móta stefnumarkmið og átt og tryggja ábyrgðarskyldu.
EU-OSHA eru þríhliða samtök sem helga sig góðri stjórnun. Góð stjórnun felur í sér þó nokkra þætti svo sem hreinskilni og viðbragðsflýti, gagnsæi, reglufylgni, árangur, skilvirkni og ábyrgð.
Sem ESB-stofnun gegnir stjórnin og framkvæmdaráðið ásamt Framkvæmdastjóra mikilvægu hlutverki við innleiðingu meginreglna góðrar stjórnunar.
Af hverju skiptir stjórnun máli
Góð stjórnun tryggir að aðgerðir stofnunarinnar endurspegli breiðari hagsmuni, uppfylli væntingar hagsmunaaðila og séu viðeigandi fyrir þá sem verða fyrir áhrifum. Hún tryggir að mannauði og fjármagni sem ætlað er til að ná þessum markmiðum sé úthlutað á skilvirkan og áhrifaríkan hátt. Með því að auka gegnsæi, hlúir góð stjórnun að ábyrgð gagnvart hagsmunaaðilum og borgurum ESB.
Eftirfarandi kaflar lýsa því hvernig EU-OSHA nær fram góðri stjórnun.
Helstu ákvarðanatakar
Framkvæmdastjóri: Stjórnin skipar framkvæmdastjóra stofnunarinnar í samræmi við stofnreglurnar. Skipunartími er fimm ár og aðeins er hægt að framlengja honum einu sinni.
Stjórnin: Stjórnin setur fram áætlanir og markmið stofnunarinnar og dregur framkvæmdastjóra til ábyrgðar. Hún inniheldur fulltrúa frá aðildarríkjum ESB frá:
- Ríkisstjórnum
- Atvinnurekendum
- Starfsfólki
- Auk fulltrúa frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Evrópuþingið skipar óháðan sérfræðing sem hefur ekki kosningarétt.
Fulltrúar frá EES-EFTA löndum og fulltrúar frá nokkrum öðrum stofnunum ESB sitja einnig í stjórninni sem áheyrnarfulltrúar.
Hlutverk stjórnarformanns róterar á milli fulltrúa hagsmunaaðilahópanna þriggja, ríkisstjórna, atvinnurekenda og starfsfólks.
Framkvæmdastjórnin: Þetta er minni stýrihópur sem fengnir eru úr félögum stjórnarinnar. Hún stjórnar undirbúningi og innleiðingu ákvarðanna stjórnarinnar.
Ráðgjafahópar gefa stjórninni ráð og endurgjöf um vinnu hennar. Meðlimir þeirra eru skipaðir af stjórninni og innihalda einstaklinga frá starfsfólks- og atvinnurekendahópnum og ríkistjórnum.
Gegnsæi og ábyrgðarskil
Gegnsæi er forsenda fyrir ábyrgðarskilum.
Til að tryggja gegnsæi gerir Stofnunin lykilskjöl aðgengileg almenningi. Þar eru meðtalin Meginstefna stofnunarinnar, áætlanaskjöl og aðgerðaskýrslur, árlegar fjárhagsáætlanir, reikningar og skýrslur frá Endurskoðunarréttinum.
Framkvæmdastjórinn, æðstu yfirmenn og meðlimir stjórnarinnar þurfa að gefa upp hagsmuni sína (Lestu stefnu EU-OSHA um hagsmunaárekstur). Fundargerðir stjórnarinnar eru opnar almenningi.
Þó nokkrar ráðstafanir vegna ábyrgðarskyldu eru til staðar.
Framkvæmdastjórinn, sem fer með greiðsluheimildir, þarf að fá greiðsluheimild við innleiðingu fjárlaga frá Evrópuþinginu í samræmi við ráðleggingu frá framkvæmdastjórnarinnar.
Stjórnin gegnir einnig stóru hlutverki við að innleiða sameinaða ársvirkniskýrslu og gefa álit á ársreikningum. Enn fremur tekur stjórnin ákvarðanir um ráðningu og framlengingu samnings framkvæmdastjórans. Stjórnin innleiðir einnig meginstefnu stofnunarinnar, áætlanaskjöl og árlegar fjárhagsáætlanir.
Stofnunin reiðir sig á innri eftirlitsstaðla sem miða að því að tryggja að markmiðum hennar verði náð. Þar af leiðir að stofnunin kemur á kerfisuppbyggingu og innra eftirliti sem er í takti við staðlana og við áhættuumhverfið sem hún starfar innan.
Hluti af innri eftirlitskerfum sem eru til staðar til að tryggja lögmæti og reglufestu er að stofnunin innleiðir sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og uppgötva sviksamleg framferði, þar með taldar aðgerðir gegn svikum.
EU-OSHA lýtur innri og ytri endurskoðunum sem gefa óháðar ráðleggingar, álit og tilmæli um gæði og virkni innra eftirlits og um reglufylgni stofnunarinnar við fjármála- og aðrar reglugerðir ESB.
Stjórnin innleiddi Evrópureglur um gott viðmót í stjórnsýslunni.
Sjáðu aðild í stjórninni og framkvæmdastjórninni og lærðu meira um hlutverk þeirra.