Góð vinnuvernd er góð fyrir viðskiptin

Image
Benefits of OSH. Worker checking a document with statistics

Á erfiðum efnahagstímum er mikilvægt að hafa í huga að slæmt vinnuöryggi og -heilsa kostar peninga. Það sem meira er að þá hafa rannsóknir sýnt að góð vinnuverndarstjórnun í fyrirtækjum tengist bættum afköstum og arðsemi.

EU-OSHA hefur tekið þátt í nokkrum rannsóknum til að meta álag af vinnutengdum sjúkdómum, þar á meðal efnahagslegum áhrifum. Skoðaðu myndgerðartól Vinnuverndarbarómetrans til að sjá áhrif vinnutengdra dauðsfalla og vinnutengdra sjúkdóma, sem mæld eru í „lífsárum sem leiðrétt eru fyrir örorku (DALY)“ fyrir hvert aðildarríki og 100 000 launþega.

Allir, allt frá einstökum starfsmönnum yfir í innlendu heilbrigðiskerfin tapa á því þegar engu er skeytt um vinnuvernd. En það þýðir að allir geta haft hag af betri stefnum og starfsvenjum.

Lönd með lélegt vinnuöryggi og heilbrigðiskerfi nota mikilvæg úrræði við að takast á við slys og sjúkdóma sem má forðast. Kraftmikil innlend stefna leiðir til ýmiss konar ávinnings eins og:

  • aukinnar framleiðslu vegna færri veikindafjarvista
  • minni heilbrigðiskostnaðar
  • eldri launþegar eru lengur á vinnumarkaði
  • örvunar á skilvirkari starfsaðferðum og -tækni
  • minnkunar á fjölda fólks sem þarf að draga úr vinnutíma til þess að annast fjölskyldumeðlimi

Kostnaður vinnutengdra meiðsla, sjúkdóma og dauðsfalla

Hvaða efnahagslegu áhrif hefur bæði góð og slæm vinnuverndarstjórnun í för með sér? Það er mjög mikilvægt að stefnumótendur, vísindamenn og milliliðir átti sig á svarinu við spurningunni en til þess þarf haldgóðar upplýsingar. EU-OSHA leggur því áherslu á að taka á þeirri þörf í tvíþætta yfirlitsverkefninu „Kostnaður og ávinningur vinnuverndar“, sem miðar að því að búa til hagfræðilegt kostnaðarlíkan til að búa til áreiðanlegt mat á kostnaðinum.

1. áfangi: víðtæk rannsókn til að greina og leggja mat á fyrirliggjandi gögn í öllum aðildarríkjunum sem hægt er að nota til að búa til líkan til að reikna út kostnað.

Afurð: yfirlitsskýrsla Mat á kostnaði vinnutengdra slysa og heilsubrests: Greining á evrópskum gögnum (2017).

Áfangi 2a: framleiða líkan fyrir mat á kostnaði út frá fyrirliggjandi alþjóðlegum upplýsingum í samstarfi við Alþjóðavinnumálastofnunina, Alþjóðanefndina um vinnuvernd og stofnanir frá Finnlandi og Singapúr.

Afurð: alþjóðlegur samanburður á kostnaði vegna vinnuslysa og sjúkdóma (2017).

Uppfærð gögn frá mati ICOH 2022 (gögn frá 2019) er að finna í myndgerðartóli Vinnuverndarbarómetrans. Kíktu á áhrif vinnutengdra dauðsfalla og vinnutengdra sjúkdóma, sem mæld eru í „lífsárum sem leiðrétt eru fyrir örorku (DALY)“ fyrir hvert aðildarríki og 100 000 launþega.

Vinnutengd slys, sjúkdómar og dauðsföll leiða til mikils efnahagslegs kostnaðar fyrir einstaklinga, atvinnurekendur, stjórnvöld og samfélög. Neikvæðu áhrifin af slæmri vinnuverndarstjórnun eru meðal annars dýrkeypt snemmbúin lífeyristaka, missir fagmenntaðra starfsmanna, fjarvistir og ofviðvera (þegar starfsmenn koma til vinnu þrátt fyrir veikindi, og auka líkindi á mistökum) og hár sjúkrakostnaður og tryggingaiðgjöld. Áætlað er að 3,9 % af vergri landsframleiðslu um allan heim og 3,3 % af vergri landsframleiðslu í Evrópusambandinu sé samfélagslegi kostnaðurinn af vinnutengdum slysum og sjúkdómum (sjá grein um kostnað vinnutengdra slysa og sjúkdóma). Hlutfallið er mjög breytilegt á milli landa, einkum á milli vesturlanda og annarra landa og fer eftir samsetningu iðnaðar, löggjöf og forvarnarverkefnum.

Áfangi 2b: gerð háþróaðs hagfræðilegs kostnaðarlíkan sem byggir á innlendum gögnum.

Afurð:

Slys, sjúkdómar og dauðsföll tengjast ýmiss konar kostnaði. Í fyrsta lagi er um beinan kostnað að ræða, eins og heilsugæslukostnaður. Einnig er kostnaður af völdum taps á framleiðni og minni framleiðslu. Síðan er einnig kostnaður í tengslum við áhrifin á vellíðan manna — þ.e. áhrifin á líf og heilsu fólks — sem hægt er að leggja mat á og eru með í matinu á kostnaðinum. Þessi atriði eru til staðar í báðum tilvikum vinnutengdra slysa og sjúkdóma og ef kostnaður allra tilvika er lagður saman fæst mat á heildarbyrði vinnutengdra slysa og sjúkdóma. Þessi leið til að meta kostnaðinn — þ.e. leggja saman kostnaðinn, sem talinn er upp að ofan, til að fá mat á heildarkostnaði — er oft nefnd „neðansækin nálgun“.

Einnig er hægt að notast við „ofansækna nálgun“: heildarkostnaðurinn er metinn með því að reikna út heildarbyrði slysa og sjúkdóma og síðan er lagt mat á þann hluta heildarkostnaðarins sem stafar af vinnutengdum þáttum. Þar af leiðandi er hægt að leggja mat á kostnaðinn í tengslum við byrði vinnutengdra slysa og sjúkdóma. Þessi kostnaður er oft sýndur sem núverandi heilsufarsráðstafanir, svo sem lífár með fötlun (e. DALY).

Í núverandi verkefni er stuðst við báðar nálganir, með eftirfarandi hætti:

  • neðansækin nálgun sem hefur hliðsjón af beinum kostnaði, óbeinum kostnaði og óefnislegum kostnaði (áhrif á lífsgæði og heilbrigði);
  • ofansækin nálgun sem byggir á fjárvirði vinnutengdra lífára með fötlun.

Við gagnasöfnun fyrir bæði líkönin var árið 2015 notað sem viðmiðunarár til að hægt sé að gera samanburð á milli landa og nálgana.

 Slideshare kynning á líkani fyrir vinnutengdan kostnað.

Ávinningurinn fyrir fyrirtæki

Lélegt öryggi og heilsa kostar fyrirtækin ekki aðeins peninga heldur getur góð vinnuvernd af sér arð. Fyrirtæki með betri öryggis- og heilbrigðisstaðla eru árangursríkari og sjálfbærari.

Rannsóknir áætla að fyrir hverja evru sem fjárfest er í vinnuverndarmálum, skili 2,2 evrur sér til baka og að hlutfallið á milli kostnaðar og ávinnings við úrbætur á öryggis- og heilbrigðismálum sé hagfellt.

Efnahagslegur ávinningur af góðri vinnuvernd fyrir stór sem smá fyrirtæki er mikill. Til þess að gefa nokkur dæmi, gott öryggi og heilbrigði á vinnustöðum:

  • bætir afköst starfsmanna
  • minnkar fjarvistir
  • dregur úr bótagreiðslum
  • uppfyllir kröfur verktaka í opinbera og einkarekna geiranum

Aðgerðir geta haft í för með sér mikilsháttar ávinning fyrir fyrirtækið þitt. Frekari upplýsingar um úrbætur og áhættustjórnun má finna hérna .

Efnahagslegir hvatar

Í Evrópu hefur áætlunum verið komið á fót til þess að verðlauna fyrirtæki með fjárhagslegum hætti fyrir örugga og heilbrigða vinnustaði. Þær eru meðal annars:

  • lægri tryggingakostnaður
  • skattaafsláttur
  • ríkisstyrkir

Eitt dæmi er þýski sláturhúsageirinn. Þátttökufyrirtækin fengu lækkun á iðgjöldum ef þau efldu öryggið, til dæmis með því að kaupa öruggari hnífa, eða veita bílstjórum þjálfun í öryggi.

Áætlunin leiddi til:

  • 1 000 færri tilkynningar um slys í geiranum á ári í Þýskalandi
  • minnkun á kostnaði upp á 40 milljónir evra á sex árum
  • sparnaður á 4.81 evru fyrir hverja evru sem fjárfest var

Fyrir tryggingafyrirtækin getur tilboð um svona áætlanir aðstoðað við að draga úr fjölda,alvarleika og kostnaði bótakrafna.

Frekari upplýsingar um efnahagslega hvata og hvernig kynna má þá til sögunnar: