Þann 20. mars 2012 innleiddi stjórn EU-OSHA reglur um gott viðmót í stjórnsýslunni frá umboðsmanni Evrópusambandsins, þar sem settar eru fram þær grundvallarreglur sem allt starfsfólk stofnunarinnar þurfa að virða í samskiptum sínum við almenning.
Góð stjórnsýsla er það sem almenningur á rétt á að gera ráð fyrir í samskiptum sínum við opinbera aðila. Í því felst að fylgja lögum og verklagi, einkum hvað varðar grundvallarréttindi borgaranna auk þess að bjóða upp á þjónustu af miklum gæðum.
Hvað eru siðareglur fyrir góða stjórnsýslu?
Siðareglur umboðsmanns Evrópu fyrir góða stjórnsýslu Reglurnar upplýsa starfsfólk um þær reglur, sem það á að fylgja, í samskiptum sínum við almenning.
Með hjálp reglnanna veit almenningur nákvæmlega hvernig stofnunin vinnur og hvaða réttindi fólk á í samskiptum sínum við stofnunina.
Lokamarkmiðið er að bæta gagnsæi stjórnsýslunnar, tryggja betri þjónustugæði og færa stjórnsýsluna nær almenningi.
Frekari upplýsingar um siðareglur fyrir góða stjórnsýslu má finna á vefsíðu umboðsmanns Evrópu.