Orðskýringar

Á

Áhætta

Áhætta er hugtak sem lýsir alvarleika mögulegrar hættu og líkum á því að einhver verði fyrir hættunni.

Áhættumat

Kerfisbundin greining og flokkun áhættuþátta, með tilliti til alvarleika, á vinnustaðnum. Samhliða þessu er lagt mat á núverandi aðgerðir til að bregðast við áhættunni og eftir atvikum ákvarðaðar frekari aðgerðir til að áhættan verði innan ásættanlegra marka.

Áhættumat sem tekur mið af fjölbreytni

Að taka tillit til fjölbreytni vinnuafls þegar verið er að meta og koma stjórn á atvinnutengdri áhættu.

Áhættuþættir stoðkerfissjúkdóma

Mismunandi flokkar þátta kunna að stuðla að stoðkerfissjúkdómum, þ.á.m. líffræðilegir og líftæknilegir þættir, skipulagslegir og sálfélagslegir þættir, einstaklingsbundnir og persónulegir þættir.

A

Atvinnutengdir sjúkdómar í efri útlimum (stoðkerfi)

Sjúkdómar sem hafa áhrif á háls, handleggi, hendur, úlnlið og fingur, sem valda sársauka, óþægindi, doða og náladofa, sem orsakast eða ágerast fyrst og fremst vegna vinnunnar og vegna áhrifa frá nærumhverfi þar sem vinnan fer fram.

Atvinnutengdir sjúkdómar í mjóbaki

Atvinnutengdir stoðkerfissjúkdómar eru m.a. brjósklos, áverkar á vöðvum og mjúkvef.

Atvinnutengdir sjúkdómar í neðri útlimum (stoðkerfi)

Sjúkdómar sem hafa áhrif á neðri útlimi, sérstaklega á mjöðm, hné og fætur, sem orsakast eða ágerast fyrst og fremst vegna vinnunnar og vegna áhrifa frá nærumhverfi þar sem vinnan fer fram.

Atvinnutengdir stoðkerfissjúkdómar

Atvinnutengdir stoðkerfissjúkdómar eru skerðingar á stoðkerfum líkamans eins og vöðvum, liðum, sinum, liðböndum, taugum, beinum og staðbundna blóðrásarkerfinu, sem orsakast af eða hafa aukist fyrst og fremst af völdum vinnu og vegna áhrifa nærumhverfis vinnunnar.

B

Bráðir stoðkerfissjúkdómar

Hraðvirkt upphaf óþæginda sem vara stutt vegna váhrifa frá áhættuþáttum vegna stoðkerfissjúkdóma. Bráðaáhrif á heilsu er einnig hægt að nefna skammtíma-áhrif

E

Einstaklings- og persónubundin

Aldur, kyn, hæð, lengd á handlegg, líkamleg afkastageta, heilsufarssaga, skortur á þekkingu á vinnutækni og öryggisverklagi geta einnig verið áhættuþættir vegna stoðkerfissjúkdóma, sé áhættuþáttum ekki stjórnað á viðunandi hátt.

Endurhæfing

Felur í sér ferli til að endurreisa hið ákjósanlegasta líkamlega, skynræna, vitræna, sálfræðilega og félagsvirka ástand’ sjúklingsins.

Endurkoma til vinnu

Snúið aftur til vinnu er samhæft viðfangsefni sem miðar að því að viðhalda starfi og til að koma í veg fyrir snemmbúin starfslok sem tekur til allra aðgerða og inngripa sem ætlað er að verja og efla heilsu og starfsgetu starfsmanna, og til að auðvelda öllum þeim sem verða fyrir skerðingu á vinnufærni vegna slyss eða sjúkdóms, endurkomu þeirra á vinnustað

F

Fjarvistir

Óráðgerðar fjarvistir (stundum endurteknar um tímabil) þegar ráðgert hefur verið að stunda vinnu

H

Hreyfanleg líkamsstaða

Hreyfanleg líkamsstöður vísa til samstillingar líkamans sem eiga sér stað þegar líkami og/eða útlimir eru á hreyfingu eins og við göngu.

Hreyfanleg setstaða

merkir að hreyfa sig eða breyta um líkamsstöðu meðan setið er

Hætta

Hætta: er eiginleiki sem getur valdið tjóni eða skaða. Það getur verið auðvelt að greina sumar hættur t.d. þær sem tengjast vélbúnaði, en aðrar eru oft síður augljósar s.s. sálfélagslegar hættur. Það er mikilvægt að skoða allar alvarlegar hættur sem stafa að vinnustaðnum, bæði með tillitið til skammtímaáhrifa og lengri tíma áhrifa.

K

Kortlagning hættu

Hættukort sýnir hvar vandamál er snerta heilsu og öryggi eru til staðar í vinnunni. Þessi vandamál valda veikindum, meiðslum eða álagi hjá starfsmönnum.

Kortlagning líkama

Líkamskort er mynd sem sýnir hvaða hluti (hlutar) líkama starfsmanns verða fyrir meiðslum, veikjast eða eru undir álagi vegna atvinnu þeirra.

Kynbundið áhættumat

Að taka kynbundin málefni á vinnustað með í áhættumati

Kyrrsetustörf

Þetta er starf þar sem þú situr niður meiri hluta tímans sem þú ert að vinna, eða þar sem þú situr niður viðstöðulaust langtímum saman.

L

Langvinnir stoðkerfissjúkdómar

Óþægindi sem vara miðlungi lengi eða í langan tíma vegna váhrifa frá áhættuþáttum vegna stoðkerfissjúkdóma. Langvinn áhrif á heilsu væri einnig hægt kalla langtíma-áhrif á heilsu eða langtíma dulinn sjúkdóm

Líkamlegir eða lífaflfræðilegir

Vinnustellingar og hreyfingar geta verið skaðlegar vegna endurtekningar, tímalengdar eða erfiðis. Til dæmis þá eru eftirtalin atriði talin vera áhættuþættir: þung líkamleg vinna (öflugt átak), lyfta þyngdum, erfiðar líkamsstöður, langvarandi vinnuverkefni, langvarandi setur eða stöður, og vinnuverkefni sem verður að framkvæma ítrekað eða með mikilli nákvæmni

Líkamsstaða í kyrrstöðu

Líkamsstaða í kyrrstöðu á sér stað þegar við viðhöldum einni líkamsstöðu í lengri tíma. Dæmi eru m.a. standa upprétt/ur, sitja eða knékrjúpa.

Líkamsstöður

Líkamsstaða er staða höfuðs, búks og útlima líkamans. Athafnasöm líkamsstaða veltur á samhæfðum aðgerðum fjölda vöðva og kerfa í líkamanum. Athafnasamar líkamsstöður geta verið annað hvort kyrrstæðar eða hreyfanlegar.

O

Ofmæting

Það að starfsmenn mæti til vinnu þrátt fyrir að vera með sjúkdóm sem réttlætir fjarvistir, og þar af leiðandi inna þeir störf sín af hendi við aðstæður sem eru ekki hagstæðar.

S

Sálfélagslegir

Excessive workload and high work intensity can both increase workers' stress levels, which in turn can increase their muscular tension and their sensitivity to feeling pain. Furthermore, lack of control over work tasks or over how or the pace at which tasks are performed, as well as a lack of support from colleagues or management, can also increase the risk of MSDs. This is because if workers feel under too much pressure at work, this inhibits workers from taking the proper precautions or adopting safe working postures and practices, and thus psychosocial factors become risk factors for MSDs.

Skipulagslegir þættir

Með hvaða hætti vinnan er skipulögð að því er varðar fjölda samfelldra vinnustunda, tækifæri sem gefast til að taka sér hlé, hraðinn í vinnuferlinu og breytileiki verkþátta í starfinu, allt hefur þetta áhrif á hversu þungbærir líkamlegir verkþættir eru.

Snemmbúin starfslok

Snemmbúin útganga/snemmbúin starfslok vegna heilsufarsástæðna er það ástand þegar einhver hættir í starfi áður en venjulegum starfslokaaldri er náð (láta af) störfum vegna heilsunnar.

Snemmbúin starfslok

Snemmbúin útganga/snemmbúin starfslok vegna heilsufarsástæðna er það ástand þegar einhver hættir í starfi áður en venjulegum starfslokaaldri er náð (láta af) störfum vegna heilsunnar.

Starfsgeta

Endurspeglar jafnvægið á milli krafna í vinnu og einstaklingsbundinna úrræða (persónulegra) t.d. að því er varðar hvers konar starf er um að ræða, vinnuálag, skipulagningu vinnunnar, heilsu, kunnáttu, gildismat, afstöðu og hvatningu.

Stöðuvinna vöðva

þetta er sú áreynsla sem vöðvar þínir verða að beita til þess að viðhalda ákveðinni stellingu án þess að hreyfa sig, t.d. vera með framréttan handlegg án þess að hreyfa hann, eða að standa eða sitja í sömu stellingu án þess að hreyfa sig.