EU-OSHA er fjármagnað af Evrópusambandinu.
Á hverju ári fær EU-OSHA fjármagn frá fjárhagsyfirvöldum ESB sem samanstanda af Evrópuþinginu (Evrópuþingmenn kosnir í beinni kosningu) og ráðherraráði Evrópusambandsins (fulltrúar stjórnvalda aðildarríkjanna 27).
EU-OSHA stendur einnig fyrir öðrum verkefnum sem fá aðskilið fjármagn sem eyrnamerkt er af ESB. Dæmi eru stórt tilraunaverkefni um öryggi og heilbrigði eldri launþega og annað sem fjallar um vinnuvernd í löndum Evrópsku nágrannastefnunnar og samstarfsríkjum.
Traust fjárhagsstjórnun
Framkvæmd á fjárhagsáætlun EU-OSHA fer eftir fjárhagsreglugerðinni en það tryggir gagnsæi og ábyrgð.
EU-OSHA notar starfabyggt stjórnunar- og fjárhagskerfi sem gerir stofnuninni kleift að fylgjast náið með kostnaði við starfsemina. Það hjálpar til við að tryggja að stofnunin nýti úrræði sín með sem bestum hætti.
Lesið fjárhagsreglugerðiðna sem gildir um fjárhagsáætlun Öryggis- og heilbrigðisstofnunar Evrópu (aðeins á ensku).