Kvikmyndaviðmiðanir

Kvikmyndirnar ættu að fjalla um hættur sem einstaklingar horfast í augu við á vinnustað (svo sem líkamlegar hættur, efnahættur, hættur af völdum véla og sálfélagslegar hættur). Þær mega einnig fjalla um réttindi verkafólks, vinnuvernd eða áhrif pólitískra og efnahagslegra breytinga á það hvernig við stundum vinnu. Annað umfjöllunarefni gæti verið um þá geira, sem leika mikilvægt hlutverk í efnahags-, menningar- og stjórnmálalífinu í Evrópu (þ.e. menntun, landbúnaði, byggingariðnaði og heilsugæslu); eða um hópa, sem þurfa að horfast í augu við sérstakar áskoranir, svo sem farandverkamenn, konur, fatlaða launþega, unga launþega og aldraða launþega.

Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur eru veitt til skapandi og listrænnar heimildamyndar með höfundi, sem stuðlar að umfjöllun og umræðu um mikilvægi vinnuverndar meðal Evrópubúa. Kvikmyndin ætti að láta í ljós ákveðna skoðun sem sannfærir dómnefndina með góðum söguþræði sínum, sterkum sögupersónum og frábærri kvikmyndagerð þegar kemur að kvikmyndatöku, hljóði og myndblöndun. 

Sigurvegari Kvikmyndaverðlauna herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur skal veita EU-OSHA rétt án endurgjalds til þess að

  • setja sýnishorn eða brot úr vinningsmyndinni, allt að fimm mínútur og skjáskot (myndir) á vefsíðu EU-OSHA, í fréttatilkynningu eða í fréttabréf EU-OSHA.
  • sýna og kynna sýnishornið eða vinningsmyndina í heild sinni á atburðum sem eru ekki opnir almenningi og eru ekki í ábataskyni sem EU-OSHA og net landsmiðstöðva skipuleggur í löndum ESB, EES, og umsóknarríkjum og mögulegum umsóknarríkjum.
  • láta texta myndina á valin evrópsk tungumál og veita EU-OSHA almennt nytjaleyfi án ábata og án réttar til sýninga í kvikmyndahúsum til að veita aðgang (á innskráningarvernduðum rafrænum vettvangi) til ofangreinds nets og annarra opinberra samstarfsaðila.

Í staðinn getur kvikmyndaframleiðandi/rétthafi fengið textaréttinn án endurgjalds til frekari notkunar.