Samræmdur staðall er staðall sem eitt af evrópsku staðlasamtökunum hefur samþykkt – Staðlasamtök Evrópu (CEN), Rafstaðlasamtök Evrópu (CENELEC) og Fjarskiptastaðlasamtök Evrópu (ETSI) – í kjölfar beiðni frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Hin svokallaða nýja nálgun er nýstárleg leið við tæknilega samræmingu með því að deila ábyrgðinni á milli evrópska löggjafans og staðlasamtök Evrópu.
Nýja nálgunin byggir á eftirfarandi meginreglum:
- Evrópskar tilskipanir skilgreina nauðsynlegar kröfur til þess að tryggja mikla vernd heilbrigðis, öryggis, neytendaverndar eða umhverfisins. Slíkar tilskipanir undir nýju nálguninni byggja á 114. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (fyrrum grein 95 TEC) sem heimilar að samþykktar séu ráðstafanir til að bæta frjálsa för á vörum.
- Verkefnið við að búa til samsvarandi samræmda staðla, sem uppfylla nauðsynlegar kröfur varðandi vörurnar, sem tilskipanirnar kveða á um, er falið staðlasamtökum Evrópu (CEN, CENELEC og ETSI).
- Gert er ráð fyrir því að vörur, sem uppfylla samræmdu staðlana, uppfylli samsvarandi nauðsynlegar kröfur (gert er ráð fyrir samræmi, CE merki) og skulu aðildarríkin samþykkja frjálsa för slíkra vara.
- Notkun á stöðlunum er valfrjáls. Aðrir staðlar eru hugsanlegir en framleiðendur bera þá ábyrgð á því að sýna fram á að vörur þeirra uppfylli nauðsynlegu kröfurnar.
Ítarlegar upplýsingar um tilskipanir, sem samþykktar hafa verið undir nýju nálguninni, má finna á tilskipanasíðum eða á eftirfarandi vefsíðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:
-
https://ec.europa.eu/growth/index_en.htm (aðalsíða)
-
https://ec.europa.eu/growth/single-market/ce-marking/index_en.htm (síða um CE)
Hlekkir á evrópsk og alþjóðleg staðlasamtök
Stofnun | Hlekkur |
CEN | Staðlasamtök Evrópu |
CENELEC | Rafstaðlasamtök Evrópu |
ETSI | Fjarskiptastaðlasamtök Evrópu |
ISO | Alþjóðlegu staðlasamtökin |
IEC | Alþjóðaraftækninefndin |
ITU | Alþjóðafjarskiptasambandið |
Staðlastofnanir aðildarríkjanna
Aðilar CENELEC