Evrópskar tilskipanir um vinnuvernd

European directives on safety and health at work

Tilskipun er lagagerð sem kveðið er á um í sáttmála Evrópusambandsins. Hún er bindandi að öllu leyti og skuldbindur aðildarríkin til þess að innleiða hana í innlenda löggjöf innan ákveðins tímaramma.

153. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandinu veitir ESB heimild til þess að samþykkja tilskipanir á sviði vinnuverndar. Rammatilskipunin, með sínu víða gildissviði og aðrar tilskipanir um ákveðna þætti vinnuverndar mynda grunninn að öryggis- og heilbrigðislöggjöf Evrópu.

Aðildarríkjunum er frjálst að samþykkja strangari reglur fyrir vernd launþega sinna þegar þau innleiða tilskipanir ESB í landslög sín. Því geta lagakröfur á sviði vinnuverndar verið mismunandi á milli aðildarríkja ESB.

Tilskipanir eftir efni

Yfirlit yfir tilskipanirnar er aðeins í boði á ensku en hlekkir í lok hverrar samantektar eru á heildartexta tilskipunarinnar á öllum tilskipunum ESB.

Auk rammatilskipunarinnar hefur röð sjálfstæðra tilskipana, sem fjalla um sérstakar hliðar vinnuverndar, verið samþykktar. Þrátt fyrir það heldur rammatilskipunin áfram að gilda um öll svið sem sjálfstæðu tilskipanirnar fjalla um. Þar sem sjálfstæðu tilskipanirnar innihalda strangari og sértækari ákvæði að þá gilda þau. Sjálfstæðu tilskipanirnar sérsníða meginreglur rammatilskipunarinnar að:

  • Ákveðnum verkefnum (t.d. handvirkri meðhöndlun á byrði)
  • Sérstökum hættum á vinnustöðum (t.d. útsetning á hættulegum efnum eða eðlisfræðilegum áhrifavöldum)
  • Sérstökum vinnustöðum og atvinnugreinum (t.d. tímabundnum vinnustöðum, námuiðnaði, fiskiskipum)
  • Sérstökum starfsmannahópum (t.d. þunguðum konum, ungum launþegum, starfsmönnum með fastan ráðningarsamning)
  • Ákveðnum vinnutengdum þáttum (t.d. skipulagi vinnutímans)

Sjálfstæðu tilskipanirnar skilgreina hvernig eigi að leggja mat á þessar áhættur og kveða stundum á um mörk fyrir ákveðin efni eða áhrifavalda.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt þrjár efstu öryggisráðstafanir og heilsuverkefni í samskiptum sínum Öruggari og heilbrigðari vinna fyrir alla - Nútímavæðing á löggjöf ESB um atvinnuvernd og heilbrigði, sem byggist á mati á lokaskýrslu Evrópusambandsins varðandi tilskipun um atvinnuvernd og heilbrigði (REFIT endurskoðunarmat).

Auk þess tengjast sumar tilskipanir ESB, sem byggja á 114. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, vinnuverndarmálum. Á þeim lagagrunni hefur röð tæknilegra tilskipana, undir hinni svokölluðu nýju nálgun verið samþykkt þar sem evrópsku staðlasamtökin - Staðlasamtök Evrópu (CEN), Rafstaðlasamtök Evrópu (CENELEC) og Fjarskiptastaðlasamtök Evrópu (ETSI) – kveða á um og uppfæra Evrópustaðla með reglulegum hætti.

Evrópska löggjafarferlið 

Evrópski stefnuramminn um vinnuvernd 2021-2027 kveður á um pólitískan ramma fyrir stefnu heilbrigðis- og öryggismála í Evrópu. Upphafspunktur löggjafarmála á Evrópuvettvangi er sá að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býr til drög að lagafrumvarpi. Samkvæmt hefðbundna löggjafarferlinu er það ráðherraráðið og Evrópuþingið sem samþykkja tilskipanir Evrópusambandsins. Í nokkrum tilvikum fela þau framkvæmdastjórn Evrópusambandsins löggjafarvaldið til þess að samþykkja tilskipanir varðandi tæknilegar framfarir.

Aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu leika mikilvægt hlutverk í evrópska ákvarðanatökuferlinu á sviði vinnuverndarmála því samráð er haft við þá á ýmsum stigum. Sáttmálinn um starfshætti Evrópusambandsins gerir einnig ráð fyrir möguleika á því að samþykkja einhliða samkomulög. Fram að þessu hefur samráðið við aðila vinnumarkaðarins í Evrópu leitt til samþykktar á fjölmörgum einhliða samkomulögum.

Sögulegur bakgrunnur löggjafar á sviði öryggis- og heilbrigðismála

Fyrstu evrópsku tilskipanirnar um vinnuverndarmál voru samþykktar á grunni almennra ákvæða um markaðssamræmingu. Það var vegna þess að sérstakar valdheimildir skorti í sáttmálanum á sviði vinnuverndarmála þangað til um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Fyrir þann tíma var litið á vinnuverndarmál sem viðauka við markaðssamræmingu og efnahagsstefnur Efnahagsbandalags Evrópu. Til dæmis, var tilskipun 77/576/EBE um samræmingu á innlendri löggjöf um öryggismerki á vinnustöðum og tilskipun 78/610/EBE um samræmingu á útsetningarmörkum vínílklóríðeinliða á vinnustöðum, samþykktar á þeim grunni.

Einingarlög Evrópu 1987 var stórt skref fram á við, því þau kynntu til sögunar nýtt lagaákvæði um félagsmálastefnu í sáttmálanum sem miðaði að úrbótum, einkum á vinnuumhverfinu hvað varðar vinnuvernd launþega. Með því að setja þetta ákvæði í sáttmálann að þá var mikilvægi vinnuaðstæðna gert skýrt. Auk þess heimilaði nýi félagsmálakaflinn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að efla samræður á vinnumarkaði á milli atvinnurekenda og fulltrúa launþega á Evrópuvettvangi.

Með Amsterdamsáttmálanum 1997 voru valdheimildir á sviði félagsmálastefnu í Evrópu styrktar enn frekar með því að setja félagsmálasamninginn inn í sáttmálann. Lissabonsáttmálinn — fyrir utan að endurraða greinunum um félagsmálastefnuna — viðhélt innihaldi ákvæða fyrrum greinar 136 ff TEC (nú grein 151 ff í sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins).