25 ár af samvinnu fyrir örugga og heilbrigða Evrópu

Image

Árið 2019 fagnar EU-OSHA 25 árum af samstarfi við að gera vinnustaði Evrópu öruggari, heilbrigðari og afkastameiri. Hér finnur þú allar upplýsingar um 25 ára afmæli stofnunar EU-OSHA.

EU-OSHA verður hluti af evrópsku verkefni

Vinnuvernd (OSH) hefur verið mikilvægur hluti af evrópska verkefninu frá upphafi með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu. Helsti áfangi vinnuverndar við þróun ESB var birting Rammatilskipunarinnar (89/391/EEC) árið 1989. Hún mælti fyrir um sameiginlegar meginreglur og að áhættumat skyldi verða aðalatriði vinnuverndarlöggjafar. Snemma á 10. áratugnum urðu yfir 4 milljónir vinnustaðaslysa á hverju ári í Evrópu — af þeim voru 8000 banvæn. Til að bregðast við þessum átakanlegum tölum lýsti Framkvæmdastjórnin því yfir að 1992 yrði Evrópuár öryggis og heilsu í starfi í Evrópu. Þetta lagði línurnar fyrir stofnun EU-OSHA árið 1994 og framhaldið er þekkt.

Hvað felur framtíðin í sér?

Á síðustu 25 árum hafa orðið verulegar breytingar í atvinnulífinu og áður óþekktar breytingar innan ESB. Framtíðin er óviss, en ljóst er að hún felur í sér nýjar áskoranir í kjölfar tækniþróunar, pólitísks og félagslegs þrýstings og breytinga í efnahagi, lýðfræði og innan Evrópusambandsins sjálfs. Sterkt samband EU-OSHA við alla samstarfsaðila sína — Framkvæmdastjórnina, landsskrifstofur, aðila vinnumarkaðarins, herferðar- og hagsmunaaðila — mun þjóna góðum tilgangi þegar þessum áskorunum verður mætt.

Hvað sem framtíðin ber í skauti sér munu EU-OSHA og samstarfsaðilar hennar halda áfram að reyna að gera Evrópu öruggari, heilbrigðari og afkastameiri vinnustað.