Hættuleg efni — allir vökvar, gös eða föst efni sem skapa hættu gagnvart heilbrigði og öryggi starfsmanna — má finna á nánast öllum vinnustöðum. Um alla Evrópu komast milljónir starfsmanna í snertingu við kemíska og líffræðilega áhrifavalda sem geta valdið þeim skaða.
Í raun sögðust 17% starfsmanna í ESB árið 2015 vera útsettir fyrir kemískum vörum eða efnum í að minnsta kosti fjórðung af vinnutíma sínum, hlutfall sem er nánast óbreytt síðan árið 2000, og 15 % sögðust anda að sér reyk, gufum, dufti eða ryki í vinnunni.
Nokkur mjög hættuleg efni — eins og asbest eða fjölklórað bífenýl (PCBs) — eru nú bönnuð eða undir ströngu eftirliti. Hins vegar eru önnur skaðleg efni enn víða notuð og er löggjöf til staðar til þess að tryggja að áhættu í tengslum við þau sé stjórnað með viðeigandi hætti.
Hættur varðandi heilsu
Heilsufarsvandamál, sem geta komið upp vegna vinnu með hættuleg efni, eru allt frá mildri ertingu í augum og húð yfir í alvarleg áhrif eins og fæðingargalla og krabbamein. Áhrifin geta verið bráð eða langvarandi og sum efni geta haft uppsöfnuð áhrif. Nokkrar af algengustu hættunum eru:
- Ofnæmi
- Húðsjúkdómar
- Krabbamein
- Æxlunarvandamál og fæðingargallar
- Öndunarfærasjúkdómar
- Eitrun
Sum hættuleg efni valda öryggishættum, svo sem hættu á eldi, sprengingu eða köfnun. Þar að auki búa hættuleg efni venjulega yfir þó nokkrum af þessum eiginleikum.
Líffræðilegir áhrifavaldar
Bakteríur, veirur, sveppir og sníkjudýr finnast í mörgum geirum. Þau eru venjulega ósýnileg sem þýðir að fólk veltir jafnvel ekki fyrir sér áhættunni samfara þeim.
Starfsmenn í sumum greinum eru í sérstakri hættu fyrir því að verða útsettir fyrir skaðlegum líffræðilegum áhrifavöldum: heilbrigðisþjónustu, landbúnaði, dýralækningum, ræstingum og viðhaldi, skólp- og sorpvinnslu, garðyrkju og vinnu á rannsóknarstofum.
Frekari upplýsingar:
- Staðreyndablað 41 Kynning á líffræðilegum áhrifavöldum
- OSHwiki grein Líffræðilegir áhrifavaldar
- Löggjöf ESB um líffræðilega áhrifavalda á vinnustöðum og um varnir gegn miklu líkamstjóni og leiðbeiningar fyrir heilbrigðisgeirann
- Vinnutengdir sjúkdómar vegna líffræðilegra áhrifavalda
- E-staðreynd 53 — Áhættumat fyrir líffræðilega áhrifavalda
- Líffræðilegir áhrifavaldar og heimsfaraldrar: endurskoðun á heimildum og stefnum í hverju ríki
- Staðreyndablað 39 — Öndunarfæranæmar
- Staðreyndablað 40 — Húðnæmar
- Staðreyndablað 100 — Legíónellusýking- og hermannaveiki: Evrópustefnur og góðar starfsvenjur
Aðsteðjandi áhættur
Ný tækni, vaxandi atvinnugeirar og breytingar á vinnuskipulagi geta leitt til aukinnar hættu á skaða af völdum líffræðilegra eða kemískra áhrifavalda. Í umhverfisgeiranum, til dæmis, getur nýstárleg tækni haft í för með sér áhættur sem lítill skilningur er á. Til þess að veita annað dæmi að þá verða sífellt fleiri starfsmenn fyrir útsetningu á hættulegum efnum í þjónustugreinum eins og umönnun á heimilum og úrgangsstjórnun, þar sem útsetningin er breytileg en vitneskjan um hætturnar er lítil. Það er mikilvægara en áður að atvinnurekendur og launþegar átti sig á hugsanlegum áhættum og grípi til fyrirbyggjandi ráðstafana.
Frekari upplýsingar um aðsteðjandi áhættur, græn störf og nanóefni.
Frekari upplýsingar í tengslum við aðsteðjandi áhættur:
- Forgangsmál við vinnuverndarrannsóknir í Evrópu: 2013-2020
- Skýrslan — Græn störf og vinnuvernd: Fyrirhyggja varðandi nýjar og aðsteðjandi áhættur sem tengjast nýrri tækni fram til ársins 2020 og Samantekt
- E-staðreynd 72 — Tól til stjórnunar á nanóefnum á vinnustöðum og fyrirbyggjandi ráðstafanir
- E-staðreynd 74 — Nanóefni í viðhaldsvinnu: vinnutengdar áhættur og forvarnir
Fyrirbyggjandi aðgerðir og meðhöndlun á hættulegum efnum
Til þess að verja starfsmenn gegn hættulegum efnum þá er fyrsta skrefið að framkvæma áhættumat. Síðan ætti að grípa til ráðstafana til þess að útrýma eða draga úr hættum eins og unnt er. Að lokum ætti að fylgjast reglulega með stöðunni og fara yfir áhrif þeirra ráðstafana sem gripið var til.
Aðildarríkin, sem og Vinnuverndarstofnun Evrópu, hafa búið til fjölda líkana til þess að hjálpa smáum og meðalstórum fyrirtækjum við að framkvæma áhættumat. E-tólið fyrir hættuleg efni veitir vinnuveitendum nauðsynlega aðstoð og ráðgjöf til að stjórna hættulegum efnum með skilvirkum hætti á vinnustaðnum. Gagnagrunnur um hagnýt tæki og leiðsögn inniheldur hagnýtar aðferðir fyrir vinnustaði, svo sem leiðsögn um áhættumat og hvernig eigi að skipta út eða útrýma notkun á hættulegum efnum, dæmisögur og margvísleg verkfæri.
Lesið meira á OSHWiki síðunni um áhættumatstól fyrir hættuleg efni.
Atvinnurekendur þurfa einnig að hafa berskjaldaða hópatil hliðsjónar eins og starfsmenn sem eru ungir, þungaðir eða með barn á brjósti en samkvæmt lögum er þörf á sérstakri vernd fyrir þá. Einnig þarf að taka tillit til hópa starfsmanna, eins og farandverkamanna, óþjálfaðs eða reynslulítils starfsfólks, og verktaka, eins og ræstingafólks, og sérsníða forvarnir í samræmi við þeirra þarfir.
Stigveldi forvarna
Evrópulöggjöf um verndun starfsmanna kveður á um stigveldi ráðstafana sem atvinnurekendur þurfa að grípa til við að stjórna áhættum gagnvart starfsmönnum af völdum hættulegra efna.
- Útrýming og staðgengd eru efst í stigveldi stjórnunarráðstafananna. Þar sem það er hægt ætti að útrýma notkun hættulegra efna með því að breyta ferlum eða vörum þar sem efnið er notað.
- Ef útrýming er ekki möguleg ætti að skipta út hættulega efninu fyrir hættulaust eða hættuminna efni.
- Ef ekki er hægt að útrýma eða skipta út efni eða ferli, þá er hægt að koma í veg fyrir eða draga úr váhrifum með tæknilegum eða skipulagsráðstöfunum. T.d. með því að stýra losun þar sem upptökin eru (lokað kerfi eða staðbundin útblástursloftræsting), eða með því að draga úr fjölda þeirra starfsmanna sem eru útsettir fyrir hættulegum efnum, og úr lengd og styrkleika útsetningarinnar.
- Lögum samkvæmt er notkun á persónulegum hlífðarbúnaði síðasta úrræðið ef ekki er hægt að stjórna útsetningunni með viðeigandi hætti eftir öðrum leiðum.
Nánari upplýsingar:
- OSH wiki hluti Áhættustjórnun á hættulegum efnum
- PPT Hættuleg efni og áhættumat (á 22 tungumálum)
- Upplýsingablað: Staðgengd hættulegra efna á vinnustað
- E-staðreynd 66 — Viðhald og hættuleg efni
Góð samskipti
Til þess að tryggja öryggi starfsmanna ættu þeir að fá upplýsingar um:
- Niðurstöður áhættumats atvinnurekandans
- Hætturnar sem þeir standa frammi fyrir og hvernig þær kunni að hafa áhrif á þá
- Hvað þeir þurfi að gera til þess að halda sér og öðrum öruggum
- Hvernig eigi að kanna og koma auga á þegar hlutirnir eru ekki í lagi
- Hvern eigi að láta vita af vandamálum
- Niðurstöður váhrifaeftirlits eða heilbrigðiseftirlits
- Nauðsynlegar fyrirbyggjandi ráðstafanir við viðhaldsvinnu
- Skyndihjálp og neyðarferlar
Lesa E-staðreynd Vinnuverndarstofnunar Evrópu um hættuleg efni og árangursrík samskipti á vinnustöðum
Útsetningsmörk á vinnustöðum
Fyrir fjölda hættulegra efna, hafa ESB og aðildarríkin sett Atvinnutengd váhrifamörk)sem þarf að virða.
Bindandi (sem þýðir að þau þarf að virða) og leiðbeinandi (leiðbeinir um hverju ætti að áorka) viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi fyrir hættuleg efni eru líka sett fram í evrópskum vinnuverndartilskipunum. Atvinnutengd váhrifamörk fyrir hættuleg efni eru mikilvægar upplýsingar fyrir áhættumat og stjórnun. Flest aðildarríki ESB setja sín eigin viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi, sem ná yfirleitt yfir fleiri efni en ESB tilskipanirnar. Engu að síður, hafa viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi aðeins verið sett fyrir takmarkaðan fjölda efna sem eru notuð um þessar mundir á vinnustöðum.
Krabbameinsvaldandi efni
Það eru mörg hættuleg efni flokkuð sem krabbameinsvaldandi efni sem starfsmenn kunna að vera útsettir fyrir. Sum myndast með vinnuaðferðunum sjálfum.
Það eru sérstök lagaákvæði í Evrópusambandinu til að vernda starfsfólk. Samkvæmt Tilskipuninni um krabbameinsvaldandi efni, verða atvinnurekendur að meta og forðast eða lágmarka váhrif frá krabbameinsvaldandi efnum eða stökkbreytivöldum. Auk þess að notast við stigveldi forvarnaráðstafana:
- Skulu þeir skipta út krabbameinsvaldandi efnum eða stökkbreytivöldum að svo miklu leyti sem það er tæknilega mögulegt með efni, efnablöndu eða aðferð sem er ekki eða ekki eins hættuleg.
- Þar sem þetta er ekki mögulegt, skal tryggja að það sé, að svo miklu leyti sem það er tæknilega mögulegt, framleitt og notað í lokuðu kerfi.
- Þar sem lokað kerfi er ekki tæknilega mögulegt, skulu atvinnurekendur draga úr útsetningu eins mikið og er tæknilega mögulegt, takmarka magnið og halda fjölda starfsmanna sem verða útsettir fyrir efnum eins litlum og mögulegt er.
Þeir verða einnig að:
- Afmarka hættusvæði og nota fullnægjandi viðvörunar- og öryggisskilti
- Hanna vinnuaðferðir þannig að efnalosun sé haldið í lágmarki
- Fjarlægja krabbameinsvaldandi efni eða stökkbreytivalda, en virða umhverfið
- Nota viðeigandi mælingaraðferðir (sérstaklega til að greina snemma óvanalega útsetningu vegna ófyrirsjáanlegs atburðar eða slyss)
- Nota einstaklingsbundnar verndaraðferðir ef heildarverndaraðferðir duga ekki
- Gera hreinsunarráðstafanir (hreinsa reglulega)
- Setja upp neyðaráætlanir
- Nota loku ílát með skýrum og sýnilegum merkingum til að geyma, meðhöndla, flytja og farga efnum.
Þeir verða einnig að vera með sérstakar upplýsingakröfur fyrir starfsmenn og yfirvöld og þurfa að halda skrár yfir starfsmenn sem verða fyrir útsetningu, mælingar og niðurstöður úr heilsufarseftirliti.
OSHwiki greinar: Asbest, Kristallað kísl sem hægt er að anda að sér
Lagalegt öryggi
Allir sem koma nálægt stjórnun hættulegra efna á vinnustöðum þurfa að vera meðvitaðir um lagarammann sem nær yfir hættuleg efni í ESB.
Vinnuverndarlöggjöf miðar að því að vernda starfsmenn fyrir öryggis- og heilsufarsáhættum og fyrir hættulegum efnum á vinnustöðum (t.d. tilskipun um kemíska áhrifavalda, tilskipun um krabbameinsvaldandi efni og tilskipanir um hámarksgildi). Hún krefst þess að atvinnurekendur framkvæmi áhættumat á vinnustað varðandi allar öryggis- og heilsufarsáhættur, þar með talið áhættur vegna hættulegra efna, og að þeir grípi til viðeigandi verndar- og forvarnaaðgerða. Finna samantektir um viðkomandi ESB löggjöf.
Markmiðið er að tryggja að ráðist sé á hætturnar þar sem þær byrja og að heildarráðstafanir — þ.e. ráðstafanir sem vernda hóp starfsfólks á kerfisbundin hátt — séu í forgangi.
REACH löggjöfin og CLP reglugerðin krefjast þess að efnaframleiðendur og -birgjar tryggi að staðlaðar öryggismerkingar, hættumyndtákn og öryggisgagnablöð séu til staðar. Þau gefa upplýsingar um eiginleika efnanna og hætturnar sem tengjast þeim, og leiðbeiningar um geymslu, meðferð og forvarnir. Aðrar reglugerðir og leiðbeiningar ná yfir sérstakar hliðar svo sem framleiðslu, afhendingu, flutning og merkingu hættulegra efna, og þær eiga oft við um vinnustaðinn líka.
Reglugerðir ESB um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum eru innleiddar í landslög en aðildarríkin mega einnig bæta við öðrum eða strangari ákvæðum til verndar starfsfólki. Því er mikilvægt að fyrirtæki kanni viðeigandi löggjöf í viðkomandi landi.
Fræðast meira um: