CLP – Flokkun, merking og pökkun efna og efnablandna

CPL (flokkun, merking og pökkun) reglugerðin (CE) 1272/2008 samræmir fyrri löggjöf ESB við hnattsamræmt flokkunarkerfi - GHS (Globally Harmonised System of Classification and Labelling of Chemicals), sem er kerfi á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að greina hættuleg efni og upplýsa notendur um hætturnar. Reglugerðin tengist einnig REACH löggjöfinni. Reglugerðin um Flokkun, merkingu og pökkun (CPL) tók gildi 20. janúar 2009 og kom smám saman í stað flokkunar og merkingar í tilskipununum Hættuleg efni (67/548/EEC) ogHættulegar efnablöndur (1999/45/EC). Báðar tilskipanirnar voru felldar úr gildi 1. júní 2015.

GHS hefur verið tekið upp í mörgum löndum um allan heim og er það nú einnig notað sem grundvöllur alþjóðlegra og innlendra reglna um flutning á hættulegum varningi.

Upplýsingum um hættu sem stafar af íðefnum er komið á framfæri með orðamerkjum og myndtáknum á merkingum og öryggisblöðum.

Ný myndtákn í rauðum ramma koma smám saman í stað hinna vel þekktu appelsínugulu hættutákna.

Ný hugtök hafa komið í stað þeirra gömlu:

  • blöndur í staðinn fyrir efnablöndur
  • hættulegt í staðinn fyrir háskalegt
  • myndtákn í staðinn fyrir tákn
  • upplýsingar um hættu í staðinn fyrir hættusetningar
  • varúðarupplýsingar í staðinn fyrir öryggissetningar
  • Orðamerki (t.d. Hætta, Viðvörun) koma í stað Hættuábendinga.

 

Hlaðið niður veggspjaldinu okkarog bæklingnummeð útskýringum á hættumyndtáknum

Sjáið Napo í... Hætta: Kemísk efni!

© Napo Consortium

Flokkun

Í flestum tilvikum, þurfa birgjar að ákveða flokkun efnis eða efnablöndu. Þetta er kallað að flokka sjálfur.

Í sumum tilvikum er ákvörðun um flokkun á íðefnum tekin hjá Bandalaginu til að tryggja fullnægjandi áhættustýringu. Aðildarríki, framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur geta lagt til að flokkun og merkingar á efni verði samræmd í Evrópusambandinu. Upplýsingar verða einnig gerðar aðgengilegar í Flokkunar- og merkingargagnagrunninum.

Þetta eru alla jafnan þau efni sem hættulegust eru:  krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi, með eiturhrif gagnvart næmum í æxlunarfærum eða öndunarfærum, sæfandi eða vörur fyrir plöntuvernd. Öll efni sem áður er búið er að samræma flokkunina á samkvæmt fyrri löggjöf (Tilskipun um hættuleg efni) hefur verið umbreytt í samræmda flokkun samkvæmt reglugerð um Flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna (CPL). Birgjum er skylt að nota þessa samræmdu flokkun og merkingu.

Helstu atriði

  • Fylgstu með nýjum merkimiðum og öryggisupplýsingablöðum.
  • Þjálfaðu starfsmenn í því að skilja og þekkja upplýsingar á merkingum um flokkun, merkingu og pökkun.
  • Athugaðu hvort öryggisupplýsingablaðið fjalli um efni eða blöndu, sem þú notar, og ráðleggi ekki gegn því.
  • Fylgdu ráðgjöfinni á nýju merkimiðunum og öryggisupplýsingablöðunum.
  • Athugaðu hvort flokkunin hafi breyst.
  • Leggðu mat á áhætturnar fyrir starfsmenn og uppfærðu áhættumat fyrirtækisins ef þörf krefur.
  • Ef þú ert atvinnurekandi skaltu koma þessum breytingum á framfæri við starfsmenn þína.
  • Ef þú hefur spurningar um nýju merkimiðana eða öryggisupplýsingablöðin skaltu tala við birgjann.

Heimild: Stjórnsvið atvinnumála

ECHA vefsíður um flokkun á efnum og efnablöndum (23 ESB tungumál)

Merkingar

Birgjar þurfa að merkja umbúðir efnis eða efnablöndu í samræmi við CLP áður en varan er sett á markað annaðhvort þegar:

  • Efni er flokkað sem skaðlegt
  • Efnablanda inniheldur eitt eða fleiri efni sem flokkuð eru skaðleg fyrir ofan ákveðinn þröskuld

OSHwiki grein um Merkingar íðefna

ECHA vefsíður um Merkingu og pökkun (23 ESB tungumál)

Flokkunar- og merkingargagnagrunnurinn (e. Classification and Labelling Inventory)

Flokkunar- og merkingargagnagrunnurinn er gagnagrunnur með grundvallarupplýsingum um flokkun og merkingar fyrir tilkynnt og skráð efni sem borist hafa frá framleiðendum og innflytjendum. Hann inniheldur líka lista yfir lagalega bindandi samræmdar flokkanir (Viðauki VI við Flokkunar, merkingar og pökkunar (CLP) reglugerðina). Honum var komið á fót og er viðhaldið af ECHA.

Frekari upplýsingar