Verðlaun

Fræðast meira um Verðlaunin fyrir góða starfshætti — einn af hápunktum hverrar vinnuverndarherferðar EU-OSHA — og kvikmyndaverðlaun Vinnuvernd er allra hagur.

Verðlaunin fyrir góða starfshætti veita verðlaun fyrir góð dæmi um samvinnu stjórnenda og starfsmanna við að ná árangri í vinnuverndarmálum. Með því að undirstrika ávinninginn hjálpa verðlaunin fleiri fyrirtækjum við að átta sig á að góð vinnuvernd er nauðsynlegur hluti rekstrarins. Tilnefningar eru velkomnar frá öllum evrópskum atvinnurekendum og starfsmönnum, svo og aðilum vinnumarkaðarins, vinnuverndarsérfræðingum og vinnuverndarráðgjöfum.

Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur eru veitt bestu vinnutengdu heimildarmyndinni á heimildamyndahátíðinni Doclisboa. Tilnefningar ættu að auka vitund um vinnuvernd á vinnustaðnum og beina sjónum að „mönnum í breytilegum vinnuheimi“. Fyrri vinningshafar hafa sótt innblástur í fjölbreytt efni í vinnuheiminum.