Ársskýrsla yfir störf stofnunarinnar

Ein leið til að tryggja gagnsæi og ábyrgð EU-OSHA er að birta ársskýrslurnar um starfsemi og árangur stofnunarinnar.

Fyrir hvert fjárhagsár undirbýr framkvæmdastjóri Vinnuverndarstofnun Evrópu skýrslu um störf stofnunarinnar og starfsemi. Hún fylgir uppbyggingu árlegrar vinnuáætlunar í áætlanaskjalinu, og fjallar um stöðu helstu markmiða og aðgerða sem voru útlistuð í áætluninni. Hún skoðar líka úrræðin sem notaðar voru til að ná markmiðum stofnunarinnar. 

Ársskýrslan yfir störf stofnunarinnar gegnir einnig hlutverki starfsskýrslu framkvæmdastjóra og fjallar til dæmis um innleiðingu á innri eftirlitsramma, þar á meðal niðurstöður innri og ytri úttektar, utanaðkomandi matskerfi og árangursmælikvarða, svo og fjárhagslegar upplýsingar og upplýsingar um mannauðsmál.

Stjórn Vinnuverndarstofnun Evrópu sér um að greina og leggja mat á starfsskýrsluna. Þetta er mikilvægt skref þegar kemur að því að meta hvernig stofnunin innleiddi fjárhagsáætlun sína fyrir árið (ferli þar sem Evrópuþingið og ráðið koma við sögu).

Ársskýrslur frá fyrri árum yfir störf stofnunarinnar má finna á síðunni okkar yfir útgefið efni.